Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 35
N. Kv. SVEINN SKYTTA 27 þetta. Það væri mér erfiðara erindi en hitt.“ Sveinn hristi höfuðið, hann rétti henni heilu höndina og sagði: „Þú þarft ekki að kvíða því, þótt þú gerðir þetta, Anna mín. Það veit Guð, að milli mín og hennar er öllu lokið. Og þótt hún lægi biðjandi fyrir fótum mínum, stoðaði það hana ekkert. Því er öllu lokið.“ Svipur konunnar var enn efablandinn, en hún svaraði engu, kinkaði aðeins kolli og. fór út. Uti fyrir var stormur og regn af hafi inn eftir Presteyjarflóa. „Ég held helzt, að höfuðsmaðurinn sé far- inn þaðan,“ sagði Ib rétt á eftir, „ég hef ekki séð honum bregða fyrir síðustu dagana, aft- ur á móti hef ég séð Körbitz riddara vera þar iðulega. Snemma í morgun sá ég hann á gangi í Örremandsgaards skógi við hliðina á Surtlu gömlu, kerlingarskassinu. Er þau urðu mín vör, gekk riddarinn dálftið á und- an og hætti tali, en Surtla gamla glotti og steytti hnefann að mér. — „Þökk fyrir síðast, Ib Abelsson!" hrópaði hún. — „Nú höfum við hitzt tvisvar, og minnstu þess, að ef við hittumst í þriðja sinn, þá skal þínum dög- um vera lokið“.“ „Hvar hafið þið hitzt áður?“ „Manstu það ekki? I fyrsta sinn norð- ur við Lellinge kvöldið sem við fórum yfir Kjögebugt með peningana. Þá batt ég liana á höndum og fótum og tróð klútnum mín- um upp í hana og skákaði henni við hliðina á Manheimer, sem við töldum þá algerlega úr sögunni. Hitt skiptið var hérna um nótt- ina, þegar við vorum á sveimi umhverfis Höfdingsgaard til að leita að vaði yfir síkin. Þá hitti ég Surtlu inni í kjarrinu, þar sem hún kom vagandi með heilmikinn poka af dóti, sem hún hafði laumast til að tína sam- an uppi í höllinni og farið síðan út um leynigöngin, sem presturinn minntist á. Ég tók pokann af henni og skilaði síðan ráðs- manninum honum, og það er sennilega út af þessum viðskiptum okkar, sem hún er svo gröm í minn garð.“ Litli sonur Sveins hafði setið við borðið um hríð og verið að glúra í stafróf, sem rispað hafði verið í dálítinn trjábút og var kallað stafaspjald. Nú hengdi hann spjaldið á vegginn, og er þögn varð eftir síðustu orð Ibs, gekk drengurinn yfir til föður síns og sagði: ,,Heyrðu, pabbi, fyrst þú meiddir þig svona og getur ekki farið út, þá verðurðu líklega lengi heima hjá okkur?“ „Hvers vegna spyrðu um það, drengur minn?“ „Af því að mamma er alltaf svo sorgbitin, í livert sinn og hún segir, að þú sért úti í leiðangri. Og svo fer hún alltaf út í glugga, þegar einhver kemur fram hjá, til að líta eftir, hvort það sért ekki þú. Svo les hún bænirnar sínar og kennir mér þær líka, og hún er oft að gráta á nóttunni, þegar þú heldur að hún sofi. Þegar þú ert heima, læt- ur lnin ekkert bera á þessu og talar og hlær, en undir eins og þú ert farinn, er ekkert gaman lengur." „Æ, við skulum ekkert vera að fást um þetta,“ sagði Ib, „og nú verður Sveinn lengi heima.“ „En þú mátt heldur ekki tala um hana þarna upp frá,“ sagði drengurinn. „Hverja?“ spurðu báðir mennirnir for- viða. „Ég veit ekki, hver það er, og mamma segir bara liana, og svo verður hún líka sorg- bitin, en þegar ég spurði hana einu sinni, af hverju hún væri að gráta, þá klappaði hún mér á kinnina og sagði: Æ, það er ekkert, litli drengurinn minn! Hlæðu bara og leiktu þér í kvöld. Þegar þú verður stór, munt þú líka gráta, eða valda því, að aðrir gráti.“ Það er alltaf að hvessa," sagði Ib og gekk út að glugganum. „Og nú er orðið svo dimmt, að maður sér ekki út úr augum.“ „Aumingja Anna,“ sagði Sveinn, „bara að hún færi nú að koma aftur. Nú svíður mig ekki lengur í sárið, og ég býst ekki við, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.