Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 29
N. Kv. VALGERÐUR 21 Valgerður var á förum. Skipið hafði blás- ið einu sinni til burtferðar, er hún gekk heim að liúsi Jfenssens kaupmanns og drap á dyr. Nokkrum dögum áður hafði hún skil- að af sér á hreppsnefndarfundi peningum þeim, sem um var samið, og hafði Jenssen þótt það drjúgur skildingur. En það vissi liann ekki, að fullur fjórði hluti þess var af eigum Valgerðar sjálfrar. Fröken Anna kom til dyra. Þær Val- gerður höfðu ekki sézt síðan við sjúkrarúm Ellu. „Sælar og blessaðar," sagði hún glað- lega og rétti fram höndina. Valgerður tók kveðju hennar og spurði, livort kaupmaður væri heima. ,,Já, gerið þér svo vel.“ Þær gengu síðan til skrifstofu, Anna opnaði dyrnar og Val- gerður gekk inn. „Nú má bjóða yður kaffisopa að skiln- aði,“ sagði Anna. „Nei, þakka yður fyrir, nú má ég ekkert standa við,“ Jensen bauð henni sæti, en hún afþakkaði það. „Og nú ætlið þér til Hafnar,“ sagði hann glettnislega og leit beint í augu henni. „Svo er ákveðið," mælti hún og mætti ró- leg augum lians. „Þér berið Skúla kæra kveðju mína, því að hann hittið þér eflaust." „Já, það geri ég mjög bráðlega.“ Gleðibjarma brá á andlit Jenssens. „Bú- ist þér máske við, að hann mæti yður við skipsfjöl?" Valgerður leit undan. Hún fann, að hún hefði sagt tveimur orðum of rnargt og sagði því aðeins: „Um það get ég ekkert sagt.“ Jenssen hló og mælti: „Þið hafið það alla vega, unga fólkið.“ Hann tók hatt sinn og sagði síðan: „Nú fylgi ég yður til skips, ekki mætti Jrað minna vera.“ „Þess gerist ekki þörf,“ mælti Valgerður, „Oddný vinkona mín bíður úti á götunni.“ Þau gengu fram í forstofuna. „Ég von- ast til að sjá yður aftur á heimili mínu, þótt einhverjir tímar kunni að líða,“ mælti Jens- sen. Andlit hans var allt eitt bros. „Og svo óska ég yður til hamingju.“ „Með sjóferðina —“ sagði Valgerður bros- andi. „Já, — og allt.“ sagði hann íbygginn. „Ég þakka yður fyrir það.“ Síðan kvaddi Valgerður í skyndi og gekk hratt burtu. — Það lá vel á Jenssen næstu daga, og Jró fullkomnaðist ánægja hans, er hann fékk símskeyti frá Skúla, dagsett sarna daginn, og skipið átti að koma til Hafnar. Skeytið var svohljóðandi: „Giftist í dag, nánar í bréfi.“ Verkafólk Jenssens vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið daginn eftir, Jregar hann gekk á milli þess, nam staðar öðru hvoru og spjallaði við það eins og jafningja sína. Þegar hann gekk frá jrvottakonunum, eftir að hafa spaugað við yngri stúlkurnar og tal- að vingjarnlega við Jrær eldri, horfði Sólveig á eftir honum og mælti: „Gaman væri að vita, af hverju gamli maðurinn er svona glaður í dag. Það er víst ekki smáræðis liapp, sem honum hefur hlotnazt.“ „En ef einhver okkar stúlknanna vissi það nú samt,“ sagði Guðlaug, og sauð niðri í henni hláturinn. „Þú værir víst búin að segja okkur það, hefðirðu haft nokkra hugmynd um það.“ „O, ég get nú Jragað stundum. — Ég vissi þetta strax í gærkvöldi, en ég trúði því ekki, fyrr en ég sá glaða smettið á Jensa gamla!“ „Jæja, en hvað er það þá?“ „Hvorki meira né minna en það, að Skúli er giftur!“ „Og hverri?“ spurðu fleiri en ein sanr- róma. „Það fylgdi nú ekki með fréttinni. En eitthvað rámar víst sá gamli í það. Hafið þið ekki veitt því eftirtekt, að hann er í raun og veru allt annar maður, síðan Val- gerður fór?“ „Hvað kemur það þessu máli við?“ spurði ein Jreirra.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.