Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 28
20 VALGERÐUR N. Kv. um: — Mér líður vel, en þrái sarnt eigið heimili, og ef Ella er á lífi og sams hugar og þegar ég fór, afhendirðu henni bréf þetta, sem þú mátt gjarnan lesa, og stuðl- arðu með því að heimilisstofnun minni. Þú veizt allt um hagi Ellu, því að þið hljótið að vera vinkonur síðan þú tókst hana að þér til að annast hana. Ég bíð óþreyjufullur svars ykkar beggja.“ Nú var Valgerður í vanda stödd. Móðir Ellu hafði dáið um veturinn, og fyrir fáum dögum hafði Ella beðið Valgerði að láta sig vita, ef byðist góð vist fyrir sig, því að faðir sinn vildi hætta búskap. Og að Ella unni Skúla enn, vissi Valgerður einnig. En væri liann nú nógu einlægur? — Hún læsti niður bréfin, fleygði sér í kápu og gekk ofan að skipinu, sem enn lá við bryggju. Ekki væri óhugsandi, að með því væri einhver, sem hún þekkti og gæti sagt henni eitthvað nán- ara um Skúla. Hún hafði gengið nokkra stund um jril- far skipsins, er slegið var létt á öxl hennar og boðinn góður dagur. Hún sneri sér snöggt við og stóð þá frammi fyrir kaup- manni þeim, er fyrrum hafði séð um leg- steininn á gröf unnusta hennar. Það glaðn- aði heldur en ekki yfir Valgerði. Þennan mann gat hún spurt. Þau gengu afsíðis á skipinu, og síðan bar hún fram spurningar sínar. Já, kaupmað- urinn þekkti Skúla og húsbónda hans, og hann dáðist mjög að Skúla sem reglumanni á allan liátt, og það sagðist hann hafa heyrt húsbónda Skúla segja, að hann vildi einna sízt missa liann af sínu fólki, og væri þá mikið sagt, því að hann hefði bæði margt og gott starfsfólk. Þau töluðust við urn hríð, og að því loknu fór Valgerður heim til sín aftur. Sendi hún síðan dreng til Ellu og bað hana að finna sig þá um kvöldið. „Nú hefurðu eflaust augastað á einhverri góðri vist handa mér,“ sagði Ella brosandi, er þær sátu sanran í stofu Valgerðar. „Það kernur mér vel, því ég hef enga fengið ennþá.“ „Já, ég býst við því,“ mælti Valgerður, „en þó ræður þú nú mestu um það sjálf. Ég var einu sinni beðin fyrir kveðju til þín ag dró það nokkra daga að skila henni, en nú er það bréf innan í til mín, sem ég ætla að skila tafarlaust. Mér var að vísu leyft að lesa það, en ég ætla að láta þig njóta gleð- innar yfir því að lesa það fyrst.“ Hún fékk Ellu nú bæði bréfin og settist að svo búnu við gluggann og horfði út. Nú leið dálítil stund í algerðri þögn. Svo heyrði Valgerður létt fótatak að baki sér, og Ella lagði brosandi andlitið undir vanga hennar. „Þú ert víst að hugsa um að taka vist- ina,“ sagði Valgerður og tók atlotum liennar. ,Ef þú bara vissir hve ég er sæl,“ sagði Ella feimin. „En heldurðu ekki, að ég verði honum til minnkunar, ég sem kann svo lítið og hel' svo fáa séð?“ Það brá skugga á bjarta andlitið glaða. Valgerður klappaði á kinn hennar: „Það þarftu ekki að vera hrædd um. Ástin finnur ætíð rétta leið, því að hún reynir aldrei að sýnast. En ef þú flytur til hans bráðlega, held ég það væri réttast, að ég skrifaði hon- um fyrst.“ „Já gerðu það góða. En svo er annað. Við megum ekki láta aðra vita þetta hér en pabba.“ „Það er réttast, að enginn hafi það til um- tals hér, fyrst um sinn,“ sagði Valgerður. Þegar skip á leið til útlanda kom næst við í Skagaþorpi, fór Ella með því, og var látið heita, að hún ætlaði til hinnar þriðju inn- lendu hafnar, þar sem skipið ætti að koma við. Valgerður fylgdi henni á skipsfjöl og hafði tal af stýrimanni, um leið og luin leysti farseðil hennar. Og að tæpum mánuði liðnum ætlaði hún sömu leið sjálf.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.