Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 10
2
UNDIR LJÓNSMERKINU
N. Kv.
„Heyrðu, Henry,“ sagði annar ungling-
anna á halnarbakkanum, „svona bjartar og
kyrrar nætur eins og þær eru hér í Feneyj-
um, þekkjast víst ekki á þokueyjunni ykkar
jrarna nyrðra?“
„Jú, víst er svo,“ svaraði hinn státinn; „eg
hef verið þar á gangi við lendingarþrepin á
sankti Páls bryggju og séð tunglið varpa
silfurljóma á Thamesfljótið, meðan upp-
ljómuð stórhýsi spegluðust í vatninu allt í
kring og bátar skriðu fram og aftur eins og
hér. Eg verð að kannast við, að það er ekki
oft sem kvöldin í Lundúnum eru svona kyrr
og björt, en hér hjá ykkur virðist það vera
venjulegt.“
„Þú minntist einhvern tíma á, að stjörn-
urnar á himninum í ættlandi þínu ljómuðu
ekki eins skært og hér hjá okkur.“
„Eg held líka, að þær geri það ekki,
Mattheus. Eg minnist þess að minnsta kosti,
að fyrsta kvöldið, sem eg var í Feneyjum,
furðaði eg mig á, hve blikandi stjörnuhim-
inninn ykkar var.“
„Ertu þá ekki glaður yfir því að faðir
þinn fór með þig hingað?“ spurði ítalinn.
Henry Hammond þagði snöggvast við.
„Eg hef haft gaman af öllu, sem eg hef
séð hér syðra, og eins af því að hafa lært að
tala ykkar tungu,“ svaraði hann síðan. „En
eg skemmti mér samt betur í Lundúnum.
Faðir minn liélt tvo eða þrjá námspilta, sem
eg lék mér við, þegar við höfðum lokað búð-
inni, og oft voru uppþot { götunni, en aldrei
urðu slys að þeim. Stöku sinnum urðu áflog
milli námspilta úr tveimur borgarhverfum;
þá var kallað :„Allir eitt!“ í öllum götun-
um, og í hverri einustu verzlunarbúð gripu
námspiltarnir stafi sína, létu kaupendurna
eiga sig og þutu út til að hjálpa félögum sín-
um. Síðan var barizt og flogizt á, þangað til
varðliðið kom og skildi þá. Auk þess höfð-
um við markskot, sýningar, vorhátíðir og
ýmiss konar gleðskap. Almenningur
skemmti sér miklu rneira en Júð gerið hér og
var yfirleitt miklu frjálsari. Jarðeigendurn-
ir, sem hjá okkur samsvara höfðingjaættun-
um hér í Feneyjum, voru ekki í miklurn
meturn í Lundúunum. Þið eruð verzlunar-
menn, og Jrað erum við líka; en í Lundún-
um hafa kaupmennirnir völdin; þeir láta
sig jarðeigendurna engu skipta og konung-
inn litlum mun meira. Ef einhver gerir eitt-
livað af sér, er hann hreint og beint kallaður
fyrir rétt. Við þurftum ekki að óttast leyni-
lega ákærendur, hver mátti hugsa og tala
eins og hann vildi. Þar var ekkert Markúsar-
ljón með gapandi bronsgini, sem hver
ónefndur ákærandi gat fleygt í nafnlausum
bréfum með sakargiftum á hendur einhverj-
um grunuðum manni, og hjá okkur var ekki
heldur neitt tíumannaráð."
„Þey, þey, Henry!“ hvíslaði hinn og
hnippti í liandlegg hans. „Minnstu ekki á
ráðið einu orði — alls staðar geta verið
njósnarar."
Hann horði óttasleginn í kringum sig, til
að fullvissa sig um, að enginn hleraði orð
þeirra.
„Já, þarna sérðu,“ mælti félagi hans. „í
Lundúnum Jaarf enginn að óttast um sig, ef
hann hefur rólega samvizku, en hér getur
enginn verið óhultur um, að hann liggi ekki
á morgun langt niðri í fangaklefa hallarinn-
ar og hafi jafnvel enga hugmynd um, hvað
liann hafi brotið af sér.“
„Uss-uss, Henry!“ mælti Mattheus
áhyggjufullur, „við skulum heldur tala um
eitthvað annað. Um þetta máttu tala í Eng-
landi, en það er ekki ráðlegt hér. Auðvitað
er margt hér í Feneyjum, sem Jryrfti að laga;
en ekki verðnr á allt kosið, og við höfum
annars margt, sem við megum vera hreykn-
ir af.“
„Þið hafið Jrað,“ svaraði Henry, „og Jnð
er dásamlegt að hugsa sér, að íbúarnir á
þessum dreifðu hólmum eru einvaldir á
hafinu, mesta verzlunarjrjóð í heimi, og öll
ríki Norðurálfunnar vilja hafa liana sér vin-
veitta. Ef eg væri ekki Englendingur, vildi
eg ekkert annað vera en Feneyingur."