Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 22
14
UNDIR LJÓNSMERKINU
N. ICv.
bátinn til sín, rétt um leið og síðasti verj-
andi þeirra féll.
Foringi árásarmannanna bölvaði hátt og
bjóst til að stökkva ofan í bát Henrys, en
eins og elding þreif hann árina, um leið og
árásarmaðurinn myndaði sig til stökks, og
rak hana svo duglega í höfuð hans, að hann
byltist undan högginu og skall niður í vatn-
ið milli bátanna, svo að skvampaði í.
Hinir árásarmennirnir ráku upp æðis-
gengið hefndaróp, en bátur Henrys þaut
eins og kólfi væri skotið niður eftir síkinu
og hvarf brátt augsýn Iiinna.
„Verið hughraustar, ungfrúr!“ mælti
Henry. ,,Það er engin hætta á, að þeir elti
okkur. Þeim veitir ekki af tímanum til að
draga foringja sinn upp úr síkinu, og áður
en þeir hafa draslað honum upp í bátinn,
verðum við komnir alltof langt til þess, að
þeir nái okkur.“
„En hvar er frúin?“ mælti María, sem
virtist liafa náð sér nokkuð eftir hræðsluna;
„hvað verður um hana?“
Hún átti við kennslukonuna.
„Hún varð eftir í bátnum," svaraði
Henry; við þurfum ekkert að óttast um
hana — hún sér um sig. Arásin var bersýni-
lega gerð í því skyni að nerna ykkur á brott,
og úr því að þið sluppuð báðar, hugsar sjálf-
sagt enginn um frúna. Hún virtist vera al-
veg utan við sig við árásina, því að þegar eg
þreif yður yfir í bátinn til mín, þá ríghélt
hún sér svo í kjólinn yðar, að eg gæti bezt
trúað, að hún hafi rifið hann.“
„Veiztu í rauninni, hvar við eigum
heima?“ mælti María rétt á eftir og var hissa.
„Þú stýrir alveg í rétta átt heim.“
„Já, til hallar Polanianna," svaraði
Henry. „Mér hefur hlotnazt sú sæmd að
vera vinur Mattheusar, frænda ykkar systra;
við rerum eitt sinn fram hjá bát ykkar á
síkinu mikla, og þá sagði hann mér, hverjar
þið væruð.“
„Þér eruð vinur Mattheusar?“ mælti
Maria steinhissa. „Eg bið afsökunar, Iierra
minn; eg hélt þið væruð ræðarar — það er
svo dimmt, að ekkert sést greinilega, og svo
er Jrað ekki algengt, að menn af góðum ætt-
um rói sjálfir."
„Eg er Englendingur, ungfrú, og vanur
að æfa líkamann, eftir að skyggja tekur, þeg-
ar enginn þekkir mig, þá er Beppó með
mér.“
„Við systurnar þökkum ykkur af öllu
hjarta fyrir lijálpina, sem þið veittuð okk-
ur,“ mælti María þakklátlega; „við vorum í
liægum skriði eftir síkinu mikla, þegar
óvenjustór, dökkur bátur renndi hratt út úr
einu hliðarsíkinu og var nærri því búinn að
sökkva okkur. Ræðarar okkar kölluðu til
hans, en ekki varð hjá því komizt að rekast
á. Vopnaðir menn stukku yfir í okkar bát,
og allt lenti { bardaga og ósköpum, svo að eg
hélt, að bátnum mundi hvolfa. Annar ræð-
arinn okkar féll útbyrðis og Jósef gamli
hneig dauður niður — þá kornuð þér og
félagi yðar, jDegar hættan var mest, og björg-
uðuð okkur.“
„Eg er hræddur um, að eg hafi tekið
nokkuð harkalega á ykkur,“ mælti Henry,
„en það var enginn tími til að vera kurteis.
— Nú erurn við hjá höll föður yðar.“
Báturinn lagðist við þrepin, Henry steig
á land, hringdi dyrabjöllunni og hjálpaði
systrunum upp á bakkann. Vængjahurðirn-
ar voru opnaðar og út komu tveir J^jónar
með blys; þeir settu upp undrunarsvip, þeg-
ar Jreir sáu systurnar koma einar heim í
fylgd með aðeins tveim ókunnum mönnum.
„A morgun ætla eg að levfa mér að spyrja
um líðan ungfrúnna,“ mælti Henry og bjóst
til að ýta aftur frá landi.
„Nei, engan veginn,“ svaraði María, „þér
verðið að koma inn til föður okkar; hann
mundi ávíta okkur, ef við létum bjargvætti
okkar fara, svo að hann fengi ekki tækifæri
til að votta þakklæti sitt.“
Henry hneigði sig og gekk inn með þeim.
Þær leiddu hann inn í rúmgott og glæsilega