Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 30
22 VALGERÐUR N. Kv. „Aldrei getið þið gizkað á nokkurn skap- aðan hlut, sem vit er í!“ sa2fði Guðlauar O O gremjulega. „Ef hún hefði nú sagt honum trúlofun þeirra Skúla, þegar hún fór, og þau svo gifzt sarna daginn og skipið kom þangað, finnst ykkur það ekkert koma mál- inu við!“ Guðlaug litaðist um, hreykin á svip. ..Eg trúi þessu aldrei, fyrr en Valgerður segir mér það sjálf,“ sagði Sólbjört ákveðin. „Ja, ég trúði því nú ekki sjálf lengi vel, en svona mun það nú samt vera.“ Guðlaug lieygði frá sér fiski og tók annan. „En hvaðan hefurðu alla þessa Salómons- speki þína?“ spurði Sólbjört. „Þið vitið, að hún Bogga í Jenssenshús- inu kjaftar frá öllurn hlutum, og hún sagði Maju Stefáns, og Maja mömmu sinni, og hún Stínu Árna, og hún mér, að Jenssen hefði fengið símskeyti í gær um giftingu Sktda, en þar hefði konan ekki verið nefnd, hann ætlaði að skrifa um það seinna.“ Stúlkurnar spjölluðu um þetta fram og aftur, og um kvöldið höfðu öll heimili það fyrir satt, að Valgerður væri gift Skúla, nema Jrær mæðgurnar Sólbjört og Oddný, sem taldi að Jretta kæmi alls ekki til rnála, að svo gæti verið. Enginn var samt svo djarfur að óska Jens- sen til hamingju, og biðu menn þess með óþreyju, að hann gæfi eitthvert lilefni í þá átt. Liðugum Jrrem vikunr eftir burtför Val- gerðar fékk Oddný svolátandi bréf frá henni: „Hjartkæra tryggða-vina mín. Þér fer nú að þykja mál til komið að heyra eitthvað af mér, og er það fyrst að segja, að mér líður ágætlega. Margir sjúklinganna hér eru Jreir sömu og áður voru, og margt það sama af hjúkrunarliðinu og yfirmönnum sjúkra- hússins. Það lífgar ávallt og gleður að finna vináttu og hlýhug hvervetna kringum sig. En veiztu hvað, vina mín! Jenssen kaup- maður ímyndaði sér óefað, að ég færi tii Hafnar Skúla vegna! Ég gat varla varizt hlátri, en líklega hefur það samt verið rangt af mér að leiðrétta ekki þennan misskiln- ing. En ég gerði Jrað nú ekki. Og svo verður Jrað bráðlega gert hvort senr er, Jrví að Skúli skrifar lionurn með Jressari ferð. Þau Ella voru gift tveimur dögum áður en ég kom, Jrví að skipið tafðist um tvo daga sökum veðurs. En Jrað var ætlun þeirra að giftast sama daginn, og ég kæmi til Hafnar. Þau tóku á nróti nrér, Jregar ég steig á land, og nrátti ég til með að bregða mér snöggvast Ireim til Jreirra. Þau hafa f itla en snotra íbúð rétt hjá verzluninni, sem hann vinnur við. Var allt í bezta lagi hjá ungu lrúsfrúnni. Húsbóndi Skúla gaf hon- unr talsverða launahækkun í brúðkaups- gjöf, svo að Jrau komast bærifega af efna- lega. Og Jrótt Skúli sé enn ekki orðinn full- fær verzlunarmaður, verður hann það áreið- anlega með tímanum. Ég kenr oft til Jreirra og er ætíð velkomin. Skúli er orðinn nrikið breyttur í útliti. Rolusvipurinn alveg horfinn, og augun alltaf skær og stillileg. En Ella er sama glaða og saklausa barnið, og hún var áður.------ Nú skulum við skrifast þétt á, elsku vina nrín! Ég lref gaman af að fylgjast vel með öllum í Skagaþorpi. Þegar ég kvaddi fólkið Jrar, fann ég fyrst, lrvaða velvildarítök ég átti í lrugum þess. Þú geymir Jrað, sem ég ætla Sólbjört í brúðkaupsgjöf. Og Jró það sé ekki nema nokkur hundruð krónur, getur hún eitt- hvað bætt í bú sitt með þeim. Og tif nöfnu nrinnar litlu hugsa ég, þegar lrún stækkar og Jrarf nreira nreð. — Þú varst einu sinni að talfæra, að gaman væri að verzla dálítið. Sendi ég Jrér nú dálitla peningaupphæð til að byrja nreð, og geturðu skoðað það sem Jrína eign. En viljirðu svo lralda áfram, eru alstaðar kaupnrenn, senr vilja láta selja fyrir sig. Emma dóttir Jrín getur hjálpað þér inn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.