Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 5
I.
Kirkjusag’a Vestiu -Islendinga
frá i875 til 1894.
í “ Tjaldbúðinni I” var gefið örstutt á-
grip af kirkjusögu Vestur-Islendinga, áður en
Tjaldbúðarsöfnuður var myndaður. Það hefur
verið kvartað yflr því, að það ágrip væri ofstutt.
Kjer kemur því fram dálítið nákvæmari saga
yflr þetta tímabil. Mál þ$u, er kirkjuþingin
hafa fjallað um, ganga venjulega frá einu
kirkjuþingi til annars. Og opt eru sömu sam-
þykktirnar gjörðar í sama málinu kirkjuþing
eptir kirkjuþing. I ritgjörð þessari eru aðai-
mál kirfcjufjelagsins tekin hvert fyrir sig og
rak.in í gegnum kirkjuþingin. Og í samband
við hvert kirkjuþing er sett að eins eitt mál.
Söguágrip þetta nær ekki lengra en tii 1894.
Samt eru þau mál, sem hjer eru tekin til íhug-
unar, rakin til kirkjuþings 1898. Þannig er af
ágripi þessu hægt að sjá, hvernig þessum mál-
um kirkjuíjelagsins er nú varið.