Tjaldbúðin - 01.01.1899, Blaðsíða 30

Tjaldbúðin - 01.01.1899, Blaðsíða 30
•28- ins, enda virðist hann að ýmsu leyti vera ol- boga barn þess. TÍUNDA KIRKJUÞINGIÐ var haldið á Mountain í Norður-Dakota í jöním. 1894. Á kirkjuþingi þessu mættu 6 prestar og erindsrekar frá 14 söfnuðuin. I sambandi við þetta kirkjuþing má minnast A málið um inngöngu kirkjufjelagsins í General Council. Eptir því, sem iengur liefur liðið, hafa augu manna opnast betur og betur fyrir þeim sannleika, að “ kirkjufjelaginu hefur gengi ð hörmulega illa.” Það hefur hrundið frá sjer eða ekki getað fest hald á “tveimur þriðju hlutum ” allra Vestur-íslendinga. Til þess að vinna böt á þessu, liefur þót.t ráðlegt, að kirkjufjelagið gengi í samband við önnur lút- ersk kirkjufjelög. Af þessum orsökum hefur komið fram málið um inngöngu kirkjufjelags- ins í General Council, sem er stórt lúteiskt kirkjufjelaga-samband í Vesturheimi. Mál þetta var tekið fyrir á kirkjuþinginu 1894. Síðan hefur það verið rætt á kirkjuþingum all- vandlega. Það eru allar líkur til þess, að kirkjufjelagið gangi inn í General Council, áður en langt líður. Það virðist og vera eina ráðið til þess, að kirkjafjelagið rjetti við og nái til- gangi sínum.

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.