Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 9

Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 9
 ár. I inarzm. 1881 fór hann suður til Banda- ríkjanna og var prestur Islending'a í Minnesota eitt ár. Vorið 1879 Hutti sjera Páll alfarinn úr Nýja Islandi suður í Poinbina Co. N.-Dakota og “ lagði grundvöllinn að hinni fjölmennu íslend- ingabyggð, sem þar er nú.” Brátt fór hann að myndr þar reglulega söfnuði t. d. Garðarsöfnuð 24. nóv. 1880 og Víkursöfnuð 30. s. m. Söfn- uðir þessir samþykktu “safnaðarlög sjera Páls frá Nýja Islandi með fáeinum óverulegum breyt- ingmn,” (“Sam.” III bl. 102). Ileilsa sjera Páls var nú á förum. En sarnt flutt.i hann guðsþjónustur tneðal safnaða sinna og vann að safnaðarmálum með brennandi áhuga, meðan líkamskraptar hans á nokkurn hátt leyfðu. Hann bar velferð safnaða sinna með “ dænta- fárri trúmensku og elju ” fyrir brjósti fram í andlátið. Hann dó 12. marz 1882. Um starf sjera Páls í Dakota. er talað í sögu Víkursafnað- ar “Sant.” III bls. 101. Meðan sjera Páll Þorláksson og sjera Jón Bjarnason “ dvöldu í Nýja Islandi, heimsóttu þeir hóp Islendinga í Winnipeg öðru hvoru.” Winnipeg-íslendingar gjörðu þá tilraun til að mynda sötnuð og koma á l'ót sunnudagsskóla. Þannig var söfnuður myndaður i Winnipeg 11. ágúst 187« o g stofnaður sunnudagsskóli.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.