Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 19

Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 19
—17— innflutningur frá Islandi til Vesturheims aðal- markmið þeirra. Astæðan var auðvitað sú : Að fá sem flesta menn heiman frá Islandi til þess, að það fjöluaði í söfnuðum kirkjufjelagsins. En fremur vildu þeir ineð ritgjörðum sínum leiða athygli manna frá “hinu hörmulega á- standi ” kirkjufjelagsins sjálfs, og festa huga manna að eins við galla kirkjunnar á íslaridi. Það var álit þeirra, að prestar og aðrir embætt- is'nenn á Islandi væru andvígir útflutningi. Þeir fóru þess vegna að rita ámæli um prestana og kirkjulífið á Is'.andi. Prestunum báru þeir á brýn sömu gallana, og þeir hafa sjálfir til að bera. 0g í sömu andránni var allra bragða neytt til þess að lokka presta frá Islandi vestur um haf. En hvergi nokkursstaðar í ritgjörðum þeirra kemur fram nokkur bending um það, hvernig hægt sje að bæta andlegar lmg kirkj- unnar á Islandi. Þetta sýnir, af hverjum rót- uin ritgjörðir þeirra eru sprottnar. Með byrjun ársins 1868 fór “Lögberg” að koma út. Það var frá upphafl vega sinna mál- gagn kirkjufjelagsins. Og eptir kirkjuþingið 1888 varð það algjörlega iunflutningsblað. (immigration paper). Það hjelt því fram, að safnað væri peningum í Canada, Bandaríkjun- um, Englandi og fleiri Norðurálfu löndum til þess að flytja alla íslendinga til Vesturheims.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.