Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 12
10
kennir oss að velja gott og rjett, en hafna illu og
röngu. Viljinn hefur afarmikið vald. Með hjálp
guðs getum vjer komið nálega öllu því góða til
leiðar, sem vjer viljum. Viljinn veitir oss trúna
og eilífa sælu, því vjer getum trúað á guð og
frelsara vorn og orðið eilíflega sælir, ef vjer viljum
láta leiðast af anda guðs. Viljinn er ein hlið af
guðsmynd mannsins. Vegna hans erum vjer í
ætt við guð, æðra eðlis, en öll dýr jarðarinnar.
Ofdrykkjan eitrar og veikir allt andlegt líf
mannsins. Hún reynir að afmá guðsmynd manns-
ins og gjöra hann dýrum jafnan eða enn verri.
Ofdrykkjan veikir skynjanina. Vitið hverfur í
hvert skipti, sem maðurinn drekkur sig dauða-
drukkinn. Og því optar senr hann verður drukk-
inn, því magnminni verður hugsun hans. Hann
hættir smátt og smátt að bera skynsamlega
umhyggju fyrir lífi stnu. Víndrykkjan gleypir upp
allar eigur lians. Hann og þeir, sem honum
er trúað fyrir, komast á vonarvöl. Ofdrykkjan
sljóvgar einnig tilfinning hans. Kærleikurinn
til guðs og manna dofnar smátt og smátt í hjarta
hans. Hann missir tilfmninguna fyrir þeim, sem
guð hefur honum á hendur falið. Hann hirðir
eigi um, þótt hann leiði ógæfu yfir þá. Vín-
móðan hefur blindað svo augu hans, að hann
sjer eigi höfgu tárin, sem rcnna niður bleika vanga
konu hans. Ólgandi vínið situr slíka suðu fyrir