Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 13
11
eyru hans, að hann heyrir ekki til barnsins síns,
er grætur af hungri í kjöltu móður sinnar. Og
ef barnsgráturinn ryður sjer braut gegn um vín-
suðuna að eyra föðursins, eða fljótandi augu hans
grilla í tár móðurinnar, þá hefur það stundum
borið við, að hönd drykkjumannsins hefur fallið
þungt á blcika vangann eða litla höfuðið, svo að
tárin hafa blandazt blóði. Og þegar drykkju-
maðurinn raknar úr rotinu, þá hefur hann engan
frið fyrir ásökunum samvizkunnar, þangað til hann
aptur drekkur hana drukkna af víni syndarinnar
og að síðustu svæfir hana algjörlega. Því optar
sem drykkjumaðurinn drekkur sig drukkinn, því
dýpra sem hann sekkur, því magnlausari verður
vilji hans, því erfiðara á hann með að reisa sig
aptur á fætur. Hann verður smátt og smátt þræll
ofdrykkjunnar og á enga viðreisnarvon.
þannig veikir og sljóvgar ofdrykkjan skynj-
anina, tilfinninguna og viljann, alla þá yfirburði,
sem maðurinn hefur fram yfir dýrin. Gjörspiltur
drykkjumaður virðist ekkert hafa annað fram yfir
dýrin en syndasektina, sem liggur eins og þungt
farg á honum. Hann er andlega dauður. Eilífa
rjettlætið ritar á vegginn rnene, mene: Guð hefur
talið þín æfiár og leitt þau til enda. Hann deyr
mitt í syndum sínum. Eilífa rjettlætið skrifar á
dómsspjaldið tekel: Pú ert veginn í skálum og
ljettvægur fundinn. Hann fer til síns samastaðar.