Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 11
9 —
næsta þung. En önnur sök er þó þúsundfalt
þyngri: Misbeiting vínandans er opt og ein-
att orsök andlegs dauða. Misbeiting vínandans,
ofdrykkjan, myrðir Iíkamann, en hún myrðir einnig
sálina.
Öllu andlegu lífi mannsins er skipt í þrjár
aðaldeildir: Skynjan, tilfinning og vilja, Sjerhver
hræring í mannssálinni heyrir undir eitthvað af
þessu þrennu. Skynjanin er endurskin af alvizku
guðs. Með henni íhugum vjer stórmerki hans og
alla þá ómetanlegu velgjörninga, sem hann hefur
veitt oss. Hún kennir oss að bera ijetta um-
hyggju fyrir tímanlegu lífi voru. Hún kennir oss
að skilja, hvað guð heimtar af oss í þessu lífi,
og hvernig vjer eigum að búa oss undir tilkom-
andi líf. Skynjanin er ein hlið af guðsmynd
mannsins. Vegna hennar erurn vjer í ætt við
guð, æðra eðlis, en öll dýr jarðarinnar. Tilfinn-
ingin er endurskin af kærleika og alsælu guðs.
Með henni eigum vjer að elska guð yfir alla hluti
fram og náungann eins og sjálfa oss. Hún lætur
oss njóta sælu og gleði kærleikans, þegar vjer
erum í lífs-sambandi við guð. Hún fyllir samvizku
vora sælum friði og hjörtu vor fögnuði og gleði
í guði. Tilfinningin er ein hlið af guðsmynd
mannsins. Vegna hennar erum vjer í ætt við
guð, æðra eðlis, en öll dýr jarðarinnar. Viljinn
er endurskin af heilagleik og almætti guðs. Viljinn