Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 14

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 14
12 — f’annig ber jeg þá sök á ofdrykkjuna, a5 hún hafi líkamlegan og andlegan dauða í för með sjer, ef drykkjumaðurinn snýr eigi við f tíma. Jeg hef reynt að sanna þetta. En ef einhver heimtar meiri sannanir, þá leiði jeg fram vitni mín. Fyrst kalla jeg hinn þríeina guð lil vitnis. Hvað segir hann um ofdrykkjuna í orði sínu? Esajas spámaður kemst þannig að orði: »Vei þeim, sem upp rísa árla morguns, til þess að sækjast eptir áfengum drykk; vei þeim, sem sitja fram á kvöld, til þess að gjöra sig víndrukkna« (Es. 5, 11). Og síðan bætir hann því við, að ofdrykkjan leiði ógæfu yfir ísraelslýð. Salómon konungur talar um víndrykkjuna þannig: »Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur; hver sá, sem af því tælist, er ekki hygginn« (Orðskv. 20, 1). »Vertu ei með drykkjumönnum nje mathákum, þvf drykkjumenn og óhófsmenn verða snauðir og (mikill)' svefn klæðir í tökra« (Orðskv. 2B, 20—21). »Hvar er vei? Hver ollir sjer meiðsla? Hvar eru deilur? Hvar kveinan? Hver fær sár án orsaka? Hver glóðarauga (rauð augu)? Þeir, sem lengi tefja hjá víninu, þeir, sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Horf þú ekki á vínið, hvað rautt það er, hversu það sýnist eins og perlur f bikarnum, hversu það rennur ljúflega niður. Seinast bítur það eins og högg- ormur og stingur sem naðra« (Orðskv. 23, 29—32).

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.