Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 9
— 7
dýrmætt læknislyf í mörgum líkamlegum sjúk-
dómum. Án vínandans stæðu læknar opt ráða-
lausir yfir sárþjáðum sjúklingi. Þótt þeir þekktu
sjúknaðinn og vissu meðalið gegn honum, þá væru
þeir opt og einatt ráðalausir, ef þeir hefðu eigi
vlnandann og gætu með honum búið til læknis-
lyf sín.
Mörgum efnum í náttúrunni er þannig varið,
að þau eru góð læknislyf við ýmsum líkamlegum
sjúkdómum. En þessi sömu efni eru bráðdrepandi
eitur, ef menn reyna að hafa þau til næringar
líkamanum. Þannig er því varið með flestar
eiturtegundir, sem vjer þekkjum. Eitrin cru þannig
i sjálfu sjer góð, en dauðinn er vís, ef þeim er
misbeitt. Yínandinn er seindrepandi eiturtegund.
Hann er í sjálfu sjer góður og gagnlegur. En
misbeiting hans er skaðlegri en misbeiting annara
eiturtegunda.
Vínandinn hefur ekkert næringarefni fyrir
líkama mannsins. Öll víndrykkja er þannig
gagnslaus. En það er ekki nóg. Öll vin-
drykkja er skaðlegt eitur fyrir líkamann. Og
vínandaeitrið er afarhættulegt, því það sækir
sjerstaklega að viðkvæmasta og þýðingarmesta
hluta líkamans, heilanum. Þetta kemur ljós-
lega fram, hvenær sem einhver verður vín-
drukkinn. Heilinn er þá allur umflotinn vökva
vínandans. Heilinn verður afllaus og getur eigi