Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 17
15 —
fyrir mönnum. Á dögum gamla testamentisins
voru þeir Samson og Samúel bindindismenn. Á
dögum nýja testamentisins var Jóhannes skírari
bindindismaður. Það er ritningin, sem hefur vakið
bindindishugmyndina. Allir vita og viðurkenna,
að það er að eins algjört bindindi, sem megnar
að sigra ofdrykkjuna. Reynsla fyrri og seinni
tíma sanna þetta fyllilega. Vegna þess hafa
bindindisfjelög myndazt á seinustu árum og ára-
tugum. Herferð hefur verið hafin gegn ofdrykkj-
unni. — Sýrus hefur safnað saman Medum og
Persum og farið með her á hendur Belsasar.
Belsasar er veginn og ljettvægur fundinn. Og
ríki hans verður innan skamms geflð Medum og
Persum.— Margar þúsundir manna og kvenna um
allan heim hafa myndað bindindisfjelög. Þannig
er hafinn bardagi gegn ofdrykkjunni. Bindindis-
menn hljóta að sigra í bardaga þessum. Því
ofdrykkjan er — eins og þegar er sýnt — dæmd
til dauða af ritningunni, sögunni og siðgæðismeð-
vitund allra manna. En bindindismennirnir standa
á grundvelli mentunarinnar, mannúðarinnar og
bróðurkærleikans. Þeir standa á grundvelli kristin-
dómsins. Á merkisblæju þeirra er ritað: Elska
skaltu náunga þinn. í höndum þeirra leikur sverð,
sem er allra vopna bezt. Sverðið er orð guðs.
Gcgn því getur engin verja staðizt. Það sundrar
hjálmunum, klýfur skildina, ristir í sundur brynj-