Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 15
— 1B —
»Konungarnir eiga ekki að drckka vín. Stjórnendur
eiga heldur ekki að elska sterka drykki, svo að
þeir ekki drekki og gleymi lögunum og rangfæri
málefni hinna aumu« (Orðskv. 31, 4—5). Nýja
testamentið talar einnig mörg áhrifamikil orð gegn
ofdrykkjunni. Frelsarinn segir sjálfur: »En gætið
yðar, að hjörtu yðar ekki ofþyngist við óhóf í
mat eða drykk eða búksorg, svo að ekki komi þessi
dagur yfir yður óvart« (Lúk. 21. 34). Orð þessi
skýrir Páll postuli, er haun segir: »Og drekkið
yður ekki drukkna af víni, því að í því er andvara-
leysi« (Efes. 5, 18). Hann telur og drykkjumenn-
ina meðal verstu óbótamanna, meðal þjófa og
ræningja, og segir, að þeir muni eigi »guðs ríki
erfa«.
Jeg kalla fram annað vitni mitt, og það ert
þú, saga. Segðu mjer, saga: Hcfur þú á sdauðra-
skrá« þinni nokkra þá menn, sem ofdrykkjan
hefnr steypt niður í myrkur grafarinnar. Jeg heyri
þig svara með grátklökkum rómi: Því miður
skiptir tala þeirra manna þúsundum, bæði frá
fyrri og seinni tímum. Og meðal þeirra eru
margir þeir menn, sem hafa borið af flestum
öðrum að andlegu og líkamlegu atgjörvi. í tölu
þeirra eru mörg skáld og listamenn. En segðu
mjer, saga: Hvenær hafa flest illvirki verið unnin
í heiminum, og hverjar hafa verið orsakir þeirra?
Jeg heyri þig svara: í ölæði hafa langflest illvirki