Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 23

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 23
— 21 kirkjuþingið stóð yfir (21.—25. júní) samþykkti söfnuðurinn á safnaðarfundi 25. júní með litl- um meiri lrluta atkvæða að ganga í kirkjufje- lagið Af samþykkt þessari leiða ýmsar breyt- ingar á grundvallarlögum safnaðarins. Þannig verður t. a. m. að breyta nafni safnaðarins, því það getur ekki lengur átt við. Það fengust ekki nógu mörg (2/a) atkvæði til þess að samþykkja lagabreytingar á þessum safnaðarfundi. Með því að söfnuðurinn samþykkti að ganga í kirkju- fjelagið sama kvöldið (25. júní), og kirkjuþinginu var slitið, þá var ekki tími til að taka hann »formlega upp á safnaðaskrá« kirkjufjelagsins á þessu þingi. Það verður að bíða næsta kirkju- þings. Árið 1898 kemst jeg þannig að orði (*Tjald- búðin» I, bls. 27): »Þegar jeg dey eða á annan hátt fer frá söfnuðinum (o: Tjaldbúðarsöfnuði), þá verður hann að ganga í kirkjufjclagið. Honum er enginn annar vegur opinn«. Þessi orð hlutu að rætast, enda hafa þau þcgar rætzt. Við burt- för rnína gat söfnuðurinn enga prestsþjónustu fengið nema hjá prestum kirkjufjelagsins. Allir íslenzkir, lúterskir prestar meðal Vestur-íslendinga eru meðlimir kirkjufjelagsins. Auk kirkjufjelags- prestanna eru nokkrir íslen/.kir prestar hjá ensk- um og norskum söfnuðum og einn prestur hjá Unítarasöfnuðum. Þetta eru allir íslenzku prest-

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.