Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Blaðsíða 52
8
S J ó M A N N A D A <3 S 15 L A Ð I tt
áðan, einkum á þessari öld; en við höfðum iíka
dregizt langt aftur úr öðrum nær liggjandi
löndum, þjóðin bjó að sínu fyrra kyrrstöðu lífi.
Frá einangrun og fásinni breytt'þt þjcðin yfir
í það að verða menningarþjóð, sem stæði jafn-
fætis öðrum þjóoum í ýmsum efnum.
Vér þekkjum allir hið ixeillaríka starf Jóns
Sigurðssonar og hvílíkan þátt hann átti í því
að hefja þjóð vora áleiðis í áttina til sannra
framfara, hvílíka baráttu það kostaoi hann og
sjálfsafneitun.
Að honum hvarflaði aldrei sú hugsun að gef-
ast upp, þótt erfiðlega áhorfðist, því hann trúði
á þá tíð, þegar sár fósturjarðarinnar greru, tii
fullnustu og gróandi færðist yfir þjóðlíf vort.
Slíkir menn voru andlegir vökumenn þjóðar-
innar, því að þeir vöktu hana til starfs og dáða.
Þegar vér nú lítum yfir liðinn tíma í sögu þjóð-
arinnar, er það oss undrunarefni, að hún skuli,
þrátt fyrir allar þær hamfarir, er yfir hana
hafa dunið á liðnum öldum, ýmist af völdum
náttúruaflanna eða ósættir mannanna sjálfra,
hafa komizt úr slíkum eldraunum með óskerta
krafta, sem raun ber vitni um. 1 raun og veru
ma segja, að hulinn verndarkraftur hafi leitt
oss yfir torfærur og erfiðleika liðinna tíma.
Eins og skáldið segir:
»Eftir þúsund ára spil,
œgi rúnum skrifað,
eitt er mest að ertu til,
allt sem þú hefur lifað«.
En þrátt fyrir allar þær framfarir, er ég hefi
minnst á, á þjóðin nú í miklum erfiðleikum og
baráttu fyrir tilveru sinni; þótt sú barátta stafi
að mestu leyti af óviðráðanlegum atvikum, er
orðið hafa í vegi íslenzku þjóðarinnar, þar sem
viðskipti þjóða í milli eru ekki lengur frjáls,
heldur fara eftir verzlunarsamningum og voru-
skiptum, sem full erfitt verour svo fámennri
þjóð, sem íslenzka þjóðin er, að standast á kom-
andi árum, ef eigi fæst breytt til frjálsara
verzlunarfyrirkomulags.
Þá er á það að minnast, að atvinnuvegir þjcð-
arinnar eru lamaðir, framleiðslan hefur eigi
borið sig nokkur undanfarin ár, sam stafar að
miklu leyti af aflaleysi, einkum á hinum stærri
fiskiskipum, svo stórfellt tap hefur orðið á út-
gerðinni. Þetta er þó ekki nýtt í sögunni, fisk-
aflinn hefur oft brugðizt áður og eftir aflaleysis-
ár koma aflaár. Frá ómunatíð hafa fiskveiðar
verið stundaðar á fslandi jafnhliða landbúnað-
inum, og sjómennirnir hafa haldið ótrauðir út
á hafið til þess að leita eftir afla, og siglt um
heimshöfin landa á milli með afurðir lands-
manna.
Þeir hafa háð kjarkmikla baráttu við hið vold-
uga haf, en það hefur líka veitt þei,m marga
ánægjustund, því það' er eitt hið fegursta, sem
menn fá augum litið, þegar vel viðrar. Ekkert
fæst fyrirhafnarlaust.
Fiskveiðar fslendinga útheimta mikla vinnu,
en eigi munu sjómenn telja eftir sér þetta erfiði,
og þeir munu, eigi síður en aðrar stéttir, fúsir
til að leggja fram sinn skerf eftir mætti til við-
reisnar þjóðinni, ef þess gerist þörf.
Þótt margt hafi verið gert, til framfara, eins
og ég hefi minnzt á hér, þá er þó margt ógert,
sem gera þarf, s,vo viðunandi sé, þótt eigi verði
það gert á stuttum tíma.
Það þarf að lýsa miklu betur upp strendur
landsins og setja upp leiðarmerki á hættuieg-
um stöðum til leiðbeiningar fyrir sjófarendur.
Það þarf sem allra fyrst að byggja skólahús
fyrir sjómenn, er stunda vilja siglingafræöi,
vélfræði, loftskeytafræði og matreiðsiu, eins og
fyrir löngu hefur verið gert á öllum Norður-
löndum og víðar til menntunar og menningar
sjómannastéttinni. Það er eigi vanzalaust að
láta það dragast enn um skeið, og annað og
betra skólahús ættu þeir menn skilið, er sjó
stunda, en það sem nú er notað.
Landið er auðugt af ýmsum gæðum og þó sér-
staklega af hinu mikla fcssaafli og jarðhita, sem
nú er farið að nota miklu meira en áður var,
eftir því sem þekking manna vex;, og takmarkið
verður ljós og hiti, í hvert einasta býli á land-
inu, eftir því sem auðið er og ástæður leyfa.
Aldrei hefur Island vakið ’neiri eftirtekt út
á við en á þessu vori, þar sem er heimssýningin
í New York, og aldrei hefur betra tækifærí bcð-
izt til þess að kynna land og þjóð en nú, þar
sem mættir eru miljónir manna i'rá flestum
löndum heims og þjóðarstofninn íslenzki, sem