Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Blaðsíða 74
30
S .1 ó M A N N A 1) A G S B LASI »
SVEINBJÖRN EGILSON:
KAPPSIGLINGAR - IÍAPPRÓÐRAR.
Hér við Iand mun lítið um kappsiglingar, og
má það merkilegt heita hjá þjóð, sem telur sig
siglingaþjóð; að vísu má sjá h.ér, endrum og
sinnum, smábáta á siglingu að sumarlagi, en
að hér sé um kapps:glingar að ræða, eins cg
þær fara fram erlendis hjá stórþjcðum, má
hvorki búast við, né hugsa tih
Þegar ég var unglingur í Hafnaríirði, á árun-
um 1875—1884, var það altíth að formenn á sex-
ær.'ngum efldu til kappsiglinga á firðinum; voru
það einkum Gísli Þórðarson í Öseyr:, Guðmundur
Guðmundsfson á Hellu ag Henrik Hansen, sem
bjó í Inn-firðinum; var vanalega siglt, væri veð-
ur sæmilegt, um bænadagana eða páskana og
þótti hin bezta skemmtun. Engiji sérstök segi
voru brúkuð til þessara siglinga, aðeins notuð
vertíðarseglin, heldur ekki keppt um verðlaun.
Slíkt þekktist ekki þá.
Einnig voru um þessar mundir tvær »skegt-
ur<.< í Filrðinum; átti verzlunarmaour Hendrik
Biering aðra„ hina átti faðir minn, en ég not-
aði hana mest. Værum við á sjó, er sexæring-
arnir voru á siglingu og ætluðum að reyna við
þá, skildu þeir okkur brátt eftir og hættum
við því að láta sjá okkur á floti, þegar og þar
sem þeir voru, á siglingu.
Nú mætti vænta þess, að á 60 árum, sem lið-
in eru síðan áðurnefndar siglingar fóru fram,
hefði þeim verið haldið við, þær aukist og marg-
faldast, einkum hjá þjóð, sem vill heita siglinga-
þjóð|, en því er nú ver, að allt stendur við sama
og það jafnvel svo, að við þekkjum minna tii
segla nú, en menn almennt gerðu fyrir 30—40
árum.
Á þessu tímabili hafa þó einstakir menn flutt
kappsiglingabáta til landsins frá útlöndum, en
það er eins og það hafi ekki oroið til neinnar
uppörfunar; árin líða og allt stendur r sama
Útvarpsstarfsemi hófst hér á landi árið 1926
er h. f. Útvarp, undir forustu Ottó B. Arnars
loftskeytafræðings, reisti útvarpsstöð sína í
Reykjavík. Stöð þessi, sem að vísu var ófull-
komin cg orkulítil, aðeins 0,5 KW 1 loftnet, varð
þó ástsæl meðal landsmanna þann tíma, sem
hún starfaði, en vegna fjárskorts og annara
örðugleika lagðist starfsemi. hennar niður eftir
2i árs tímabil.
Á Akureyri var reist um svipað leytí 5 KW
útvarpsstöð fyrir atbeina Arthur Gook trúbcða.
Höfðu áhugamenn í BretJandi aflað samskota
til stöðvarkaupanna og annazt að öllu leyti upp-
setningu hennar. Raunveruleg útvarpsstarf-
semj hófst aldrei frá þeirri stöð.
Árið 1930 byrjaði Ríkisútvarpið starfsemi
sína, með nýrri og fullkominni stöð, er var reist
á Vatnsendahæð við Reykjavík. Afl stöðvarinn-
ar var upphaflega aðeins 17 KW., en var aukið
árið 1938 upp í 100 KW, Samtímis var reist að
Eiðum endurvarpsstöð fyrir Austfirðinga, vegna
truflana, er gætt hafði hjá þeim frá erlendum
útvarpsstöðvum.
Með starfsemi Ríkisútvarpsins hefst nýr þátt-
ur í menningarsögu. okkar Islendinga og hefur
útvarpsstarfsemin s-'ðan tekið hröðum framför-
um hér á landi. Útvarpshlustendur eru nú orðn-
ir rúml. 18 200 á landinu og er Island í þeim
efnum 9. landiö í heiminum, í hlutfalli við fólks-
fjölda, miðað við árslak 1939.
Árið 1935 var að lokum stigið úrslitaskrefið
í sambandismálum okkar við umheiminn, er tal-
samband ð var opnað við útlönd yfir stuttbylgju-
stöðina að Vatnsenda.
Með þeim atburði má segja, að rætzt hafi full-
komlega þær vonir, sem litli fregnmiðinn frá
Rauðarárstöðinni hafoi vakið hjá þjóðinni fyrir
30 árum síðan.