Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Blaðsíða 83
39
SJ 6MANNÁDAGSBLAÐID
sér vindlingum eða fara gætilega með eld.
Þegar mikill marmfjöldi er með skipi, er
þetta næstum óvidráðanlegt.
5. Á skipum, sem e'nvörðungu flytja olíu og
benzín (Skeljungur), eru allar reykingar
bannaðar skipverjum (og að sjálfsögðu far-
þegum, ef nokkrir eru).
6. Talið er, að í nágrannalöndum vorum hafi
ekki verið leyfður benzínflutnijngur á far-
þegaskipum, og að þar hafi gilt reglur um
flutning á benzíni um borð í skipum,
7. Sökum þeirrar hættu, sem hverju skipi er
búin af árás hernaðaradila, sem siglir á hinu
bannlýsta svæði, þá er talið að benzín á þil-
fari s,kips torveldi eða jafnvel útiloki undan-
komu skipverja og farþega, þótt björgunar-
tæki öll séu í bezta lagi, þar sem reikna má
með því, að skip verði fljótt alelda og sjórinn
í kringum það, af völdum benzínsins.
Ýms fleiri rök hafa sjótmenn fært fyrir þessu
máli, en þetta verður að nægja.
Samkvæmt þvj, sem áður er sagt, er það skoð-
uin vor, að nokkrar öryggisráðstafanir megi gera
gagnvart flutningi benzíns á sjó, og því beri
hinum opinberu stjórnarvöldum að hafa afskipti
þar af. Það er því ósk vor og tilmæli til yðar,
hæstv. atvinnumálaráðherra, sem þetta mál
heyrir undir, að þér felið hinum hæfustu rnönn-
um eða manni, að athuga nú þegar á hvern hátt
megi afstýra hættu þeirri, sem vér að framan
höfum bent á, og að reglugerð verði sett um það
efni, sem öllum hlutaðeigendum ber að hlýða.
Reykjavík, 6. maí 1941.
Virðingarfyllst,
F. h. Sjómannafélags Reykjavíkur
Sign. Sigurjón A. Ölafsson.
F. h. Stýrimannafélags Islands
Sign. Jón Axel Pétursson.
F. h. Vélstjórafélags Islands
Sign. Þorsteinn Árnason.
F. h. Fél. ísl.. loftskeytamanna
Sign. Geir Ölafsson.
F. h. Matsveina- og veitingaþjónafél. Islands
Sign. Þórir Jónsson.
Islenzkir þjóðhættir til sjóvar.
Fram til þessa hefir lítið verið að því gert.
að safna íslenzkum þjóðháttum til sjávar. Þar
mun þó vera um ærið auðugan garð að gresja,
þótt eflaust sé nú margt týnt og fyrnt. Svo
virðist sem ritun slíks frcðleiks megi eigi dragast
öllu lengur, því að með hverju ári fækkar þeirn
mönnum, er tilheyrðu gamla tímanum og bezt
og trúlegast geta sagt frá verkmenningu og
siðum árabátaútgerðarinnar, verbúðarlífinu og
loks skútuöldinni. Það getur ekki talizt vanza-
laust fyrir oss Islendinga, ef vér vanarækjum
að halda til haga og varðveita jafn þýðingar-
mikinn þátt í þjóðmenningu vorri og hér er um
að ræða.
Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir séra
Jónas Jónsson frá Hrafnagili. Bók þessi var
»lslenzkir þjóðhættir«. Hún þótti í alla staði
merkileg og vakti meiri athygli en almennt er
um íslerizkar bækur. Þeir, sem lesið hafa þessa
bók, munu hafa séð, að hún snertir ekkert sjáv-
arútveginn. Heyrst hefir, að séra Jónas hafi
haft í huga að safna drögum að ísl. þjóðháttum
til sjávar, en af því hafi þó ekki getað orðið.
Mörgum virðist, að þessi sé eigi minni þörf,
að draga fram í dagsljósið þann hlutann af ísl-
þjóðháttum, er séra Jónas komst eigi yfir að
safna, heldur en það, sem hann drói á land, og
vér höfum nú í hinni ágætu bók hans.
Hugsum oss, hversu eftirkcmendum vorum
yrðu óljós þau verkmenningarskilyrði, þeir sið-
ir og venjur, er ísl. fiskimenn bjuggu við og
skópu öldum saman, ef vér, vegna hirðuleysis
og skilningsskorts, látum renna oss úr greip
þau tækifæri, sem enin eru fyrir hendi til þess
að draga á land fróðleik varðandi þessi efni.
Það mun nú mega fullyrða, að unnið verði
kappsamlega að því að safna saman þeim mun-
um, sem enn er að fá og sýna verkmenningu
sjávarútvegsins fyrr og síðar. Þessi hlið máls-
ins er rnikils virði, en er þó ekki eiinhlít til þess
að bjarga því, sem þörf er á að bjarga. Hér er
eigi rúm til þess að rita um þetta mál til hlítar,
en vonandi sjá allir, að hér er um svo merkilegt
viðfangsefni aði ræða, að það er skylda vor að
sjá sva um, að við því verði hreyft á næstunni.
L