Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Blaðsíða 68
24
S J 6 M A N N A I) A G S B L A 1) I O
»Þegar þjóðin er orðdn að stramdaglóp í i'ramfara-
leiðangri: m,ann,kynsins og er dottin úr sögunni — kom-
in undir græna torfu, þá mætti setja á leiði hennar
þessí; orð: ,»Hér liggur þjóð, sem ail.ltaf var að bíða
eftir.þvx, hvort, nokkuð yrði úr sér«.
Um svipað leyti, og pýnt þótti, að gufuskipa-
félagið mundi ekki láta skríða til framkvæmda,
festu þrír Islendingar kaup á tveimur litlum
gufubátum erlendis. Annan bátinn keypti Ás-
geir G. Ásgeirsson kaupmaður og etatsráð á Isa-
firði, en hinn bátinn Sigfús Eymundsson og Sig-
urour Jcnsson járnsmiður í Reykjavík. Af um-
sögnum úr blödum frá þessum tíma, er svo að
sjá, að nokkur metingur hafi verið milli Sunn-
lendinga og Vestfirðinga um það, b,vor báturinn
kæmi fyrr til lands'ns. En það1 er af bátum þess-
um að segja, að bátuir Ásgeirs etatsráðs kom t.il
Isafjaroar 30. júní, og þann dag síðastliðið sum-
ar var nákvændega liðin hálf öld, síðan fyrsta
íslenzka gufuskipið hélt í beimahöfn á Islandi.
Um komu þess til Isafjarðar segir Þjóðviljinn
á þessa leið: »Ásgeir litli.« kom norðan frá Ak-
ureyri 30 þ.m., svo að ekki rættist, sem betur
fór, hrakspárnar í Þjóðólfi o. fk, að hann mundi
aldrei til landsins koma. Af báti Sigfúsar og Sig-
urðar er það að segja, að hann var keyptui
í Skotlandi og var svo stór, að hann átti að
taka 156 farþega. Var svo ráð fyrir gert, ao
hann kæmi hingað til lands með gufuskipinu
»Magnetic«, þann 16. júlí. En þegar til kom,
reyndist hann í s,vo slæmu ástandi, að h,ann
þótti ekki ferðafær, og þar með voru kaupin
úr sögunni.
Þegar »Ásgeir litli« var keyptur var hann sem
nýr. Hafði hann fyrst, verið vatnabátur í Dan-
mörku eða Svíþjóð og sökk þar í ofviðri. Keypti
Ásgeir etatsráð hann á vatnsbotni, fyrir iítið
fé að sögn. Tóks,t greiðlega að ná honum upp
og fékk Ásgeir Bleeg skipstjóra til að sigla hon-
um hingaö til land.s, en hann var síðan skip-
stjóri á honum í fjölda mörg sumur. »Ásgeir
litli« var, eins og nafnið bendir til, mjög lítill,
eða aðeins 17 rúmlestir nettó. Va,r hann jafnan
notaður til Djúpferða og hélt þeim ferðum uppi
frá því í apríl og fram í • október ár hvert. Fór
hann jafnan hlaðinn af varningi og. fólki, en
jafnframt, því, sem hann annaðíst flutninga
fyrir Ásgeirsverzlun,, var hann og póstbátur, og
er sennilega sá fyrsti hér á landi. Ferðir hans
voru næ.stum eingöngu bundnar við Djúpið, en
þó bar við, að h,ann færi norður á Hornvík og
suður til önundarfjarðar. Mjög lítið rými var
í honum og gátu flest ,setið á stoppuðum sæturri
í káetu, um 20 manns. Kojur Voru fáar og eng-
ir sérstakir klefar. »Ásgeir litii« hélt uppi ferð-
um um Djúp’ð allt fram um 1920, en allan þenna
tíma, eða um 30 ár, voru á þessu fyrsta ísl.
gufuskipi erlendir skipstjórar, því að þegar hinr
danski skipstjóri Bleeg hætti skipstjórn, tók við
norskur maður, að nafni Ole Andreason. —
Loks skal aftur vikið að þeim félögum, Sig-
fúsi, Eymundssyni og Sig.urði járnsmið. Þeir
voru eigi að baki dottnir með að eignast
gufuskip, þótt svo tækist til í fyrstu, eins
Og fyrr er getið. Hið sama sumar, 1890, festu
þeir kaup á öðrum gufubát, en hann kom ekki
til Reykjavíkur fyrr en ári síðar, eða 27. júní
1891. Bátur þessi var nefndur »Faxi«, og mun
hann mörgum enn í fersku minni, því að lengi
stundaði hann ferðir hér um Faxaflóa, »Faxi«
var 45 smál., 75 fet á lengd og 12 á breidd. Ifafði
bátur þessi áður verið notaður sem skemmti-
bátur milli lands og eyja og með fram vestur-
strönd Skotlands. Nokkru seinna, þetta sama
sumar, kom þriðji gufubáturinn til landsins og
var hann eign Lefoliiverzlunar á Eyrarbakka.
Bátur þe;s.si var nefndur »Oddur« og var 24 smál.
að stærð. Átti hann að notast til vöruflutninga
og jafnframt til þess að draga flutningaskip út
og inn sundið.
Hér verður eigi hirt um að rekja þetta mál
lengra. Forsaga þess og barátta Islemdinga fyr-
ir að eignast gufuskip, hefir eigi fyrr verið rak-
in svo mér sé kunnugt, og er hún þó að ýmsu
leyti merkileg og lærdómsrík. Gufuskipafélag
Faxaflóa og Vestfjarða var einskonar fyrirboði
Eimskipafélags Islands, þótt reyndar liði fjórð-
ungur aldar þar til hio siðara var stcfnað.
Björn Jónsson ritstjóri var einn aðalforvígís-
maðiur fyrra íélagsins, en Sveinn sonur hans
í Eimskipafélaginu. Ve.stur-Islendingar voru í
bæði skiptin jafn bcðnir til stuðnings. En það,
sem skilur þessi félög er fyrst og fremst eitt, aö
ísl. þjóðin hafði eigi skilið sinn vitjunartima