Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Blaðsíða 61
SJ6MANN A I) AGSB J/AÐI Ð
17
LÚDVÍK KRIST3ÁNSSON:
Júnímánuður sumarið 1856 var viðburoarík-
ur í augum, Reykvíkinga. Blíðviðri þessa sól-
mánaðar setti ,sinn svip á hina fámennu höfuð-
borg landsins, og með útrænu sólstöðukvöldsins
birtist sýn, sem lyfti hugum rnanna upp úr mollu
og tilbreytingaleysi hversdagsleikans. Inn á milli
eyjanna sigldi stórt og fagurlegt lystiskip og á
því léku; ekki tvímæli, að aldrei fyrr hafði, svo
skrautbúinn knörr varpað akkerum á Reykja-
víkurhöfn. Það var heldur ekkert smámenni hér
á ferð, sjálfur kammerherra Bretadrottningar,
Doufferin lávarður. — Umræð'iurnar um þennan
volduga og auðuga mann voru enn í algleym-
ingi meðal bæjarbúa, þegar þrjú gufuskip kornu
viku síðar inn á Reykjavíkurhöfn og lögoust þar.
Aldrei hafði s.líkt skeo’ fyrr í sögu Reykjavíkur,
og enn síðu.r hafði það bcrio1 við, að einn maður
kæmi hjngað til lands,, meðsvo fríðuog fjölmennu
föruneyti, að honum dyggði eigi minna en þrjú
gufuskip og eitt þrímastrað seglskip. Seglskipið
var mikið bákn, búið fallbyssum og hlaðið kol-
um og margskonar varniligi. Skip þetta kom
hingað annan dag júnímánaðar og lá hér á höfn-
inni allan mánuðinn. Tvö gufuskipin voru ensk
og voru þau, einnig hlaðin kolum og vistum handa
þriðja gufuskipinu, er var franskt og hét Reine
Hortenze (ren’ ortens’). Þetta franska gufuskip
flutti hingað til lands, Jerome (sjörom) Napol-
eon prins, en hann var brcðursonur Napoleons
mikla. Þesisunr tigna gesti var tekið með mikl-
um virktum í höfuðbcirginni, og stóð á eilífum
veizluim meðan hann dvaldi hér, bæði í landi
og um borð í skipi hanis. Að vi,ku liðinni, eða 7.
júlí lagði hann úr höfn á skipi sínu, og fylgdi því
annað enska skipið. Hugði Napoleon prins að
halda vestur með landi og síðan norður til Jan
Mayen. Fregnfr um ferðir þessara gufuskipa
höfðu borizt vestur á Mýrar cg Snæfellsnes og
þóttu þær shk stórtíðindi, að fólk reið vestur
á Arnarstapa og út undir Lóndranga, til þess
að geta séð hin seghausu skip, er þau héldu vest-
ur með landi,
Þannig urðu. hin fyrstu kynni þessa fólks af
strompduggunum, en svo nefndu ýmsir gufu-
skipin lengi framan af. Með komu Napoleons
prins hingað tdl lands má s,egja að bjarmi fyrir
nýjum tímum í hugum Reykjavíkurbúa. Fram til
þess tíma hafði seglið og árin verið þau einu
tæki í vitund fólksins, sem unnt var að nota
til að knýja áfram þau farartæki, sem Islend-
ingar höfðu jafnan átt mikið undir. Þess má
reyndar geta, að réttu ári áður en hér segir,
eða 27. júní 1855, kom gufuskipið »Þór« til
Reykjavíkur, og mun það vera fyrsta gufuskip-
ið, sem leggst í höín á Islandi.
Hvoirt þessi kynni Islendinga af gufuskipum,
hafa orðið til þess að vekja vonir í brjóstum
þeirra um, að fastar gufuskipaferðir hingað til
lands yrðu teknar upp í náinni framtíð, veit
ég ekki. En hafi svo verið, þá urðu atvik, sem
reyndar áttu sín sorgjegu spor, til þess að lyfta
undir þess.ar vonir þeirra og gera þær að veru-
leika tveimur árum síðar.
Á árunum 1852—1857 hélt seglskipið »Sölöv-
en« uppi póstferðum milli Danmerkur og Islands.
Síðla árs 1857, eða 27. nóv., fórst skip þetta
með allri áhöfn við Lónbjarg á Snæfellsnesi.
Þannig lauk póstferðum á seglskipum milli Dan-
merkur og íslands, því að næsta vor, 1858, var
sent, hingað gufuskipið »Victor Emanuel« cg er
það fyrsta gufuskipið, er starfar í þágu Islend-
inga. Tve’mur árum síðar var skipi þessu breytt
allmikið og var það:. þá skírt, upp og nefnt »Arc-
turus« cig hélt, það uppi póstferðum hingað til
lands, um margra ára skeið. Þannig var hinn
fyrsti virki þáttur af kynnum Islendinga við
gufuskip. Almúga manna þótti liann reyndar
næsta lítilvægur, en hann var þó órækt spor
í áttina til þess, sem koma þurfti.
Ári.n liðu og hin þrotlausa barátta fólksins
fyrir tilve.ru sinni, bar enn sama svip og áöur
en verzlunin hafði verið gefin frjáls. Árlega var
kvartað um siglingaleysi og vöruskort, og það
var því eigi að undra,, þótt hugur manna beind-