Lögmálið - 02.01.1906, Blaðsíða 17
13
tíma. En í »Þjóðvilja« Skúla er á prenti
dálítil óþörf gletni, háð um heilagan anda
og mig, nefnilega heilagur andi á að hafa
ruglað mig í kirkju fyrir mörgum árum.
Ber Skúli mig fyrir slíku guðlasti? Skúli
ætti að hafa vit á að steinþegja, þá talað
er um trú á alheimsfrelsarann, Jesú Krist.
Ljós og frelsi þarf Skúli að fá, það er
ekki svo gott, að slá plötur í myrkri. Því
síður er gott að vera bundinn við Gyðinga
trú, og vilja þó leiða menn til framfara i
kristnu landi. Meira segi ég ekki í garð
Skúla í þetta sinn. Eg vil fyrirgefa af hjarta,
Skúla sem öðrum, mótgerðir við mig, — og
heilagur andi trúi ég að sé ekki hefnigjarn.
Það er slæmt ef Skúli þekkir ekki neitt
heilagan anda, hitt er minna vert, þó hann
þekki ekki mig.
ádómur.
Áður kemur æfikvöld,
ég með huga glöðum,
sjá mun herrans skíiða — skjöld
á Skúla á Bessastöðum.