Lögmálið - 02.01.1906, Blaðsíða 13

Lögmálið - 02.01.1906, Blaðsíða 13
9 TVýmeeli. Nýmæli mega það heita, að í nóvembr.- mánuði síðastl. reis biskup vor, Hallgrímur upp — vaknaði af svefnmóki hálfvelgjunnar. En svo úrillur og heiðinn i anda, að honum skilst það rétt, að hrinda á stað sakamálsofsókn á hendur mér. Fyrir það, að ég fór að stríða fyrir samvizku mína og nota trúfrelsið. Enginn maður ;i Islandi, hefir það ég veit, verið sakhorinn fyrir goðgá, sem lík- lega er sama og guðlast, síðan heiðnir menn hér' á íslandi gerðu Hjalta Skeggja- son landrækan fyrir háðvisur um goðin, óðinn og Freyju. Flestir munu kannast við visuna, set ég hana því ekki i blað mitt. Ritstjóri Einar Hjörleifsson varð fyrstur til að geta um þessa nýung í »Fjallkonu« sinni; líklega viljandi, en ekki óvart, notar ritstjórinn þetta gönuhlaup biskups, sem vönd á veraldlega valdið, mótstöðutlokk sinn í pólitíkinni, en læst vera að bera blak af mér sem aumingja óvita, sem mentnnarleysis vegna ekki hafi kunnað að setja málið svo fram, að rithátturinn yrði ekki hrottalegur. Svo nefnir Einar rithátt minn. En veit þá

x

Lögmálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmálið
https://timarit.is/publication/559

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.