Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Blaðsíða 25
Nið'rí dalinn djúpa sjá!
Vatn í ljóma sólar sefur,
Sjerðu’ að örnin tyll sjer hefur
Bakkann silungselfar á?
Situr hrafn á háum stein;
Huldumanninn sá jeg skjótast
Bak við hvitan foss sem fljótast,
Skikkja rauð við röðli skein.
Huiinn blárri himinlind
Heyrist mjer að valur glammi,
Vellur spói í votum hvammi,
Jarmar hátt á klelli kind.
Ó, hvað jörðin angar hjer,
Einir þekur grund og viðir,
Lyngið þjetta lautu skrýðir,
Móðurfold á borðin ber.
Hjer er, systir, sæla nóg,
Sætur ilmur heiðargrasa,
Sjáðu blárra berja klasa,
Sólarvarma, svarta kló.
Legst jeg nú við lækjar straum,
Ljóðar niður blíðu kveini;
Mosavöxnum studdur steini
Heyri’ jcg suðu’ í sælum draum
Sje í bjartan Alfhól inn,
Augum þegar lyk eg minum,