Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1934, Page 479
441
kosti. Með áburðarhesta má ekki liafa lengri viðdvöl á götunum en nauðsyn-
legt er til að taka ofan eða láta upp klyfjar. TJm reiðhesta gildir hið sama,
eftir því sem við á.
54. gr. Yagnar skulu vera svo sterkir og vandaðir að smíði, a'S ekki sé
hætt við bilun. Þeir mega ekki vera svo stórir um sig, að þeir hindri umferSina.
Vagnar þeir, sem notaðir ein til mjólkurflutnings eða til annars flutnings, sér-
stakrar tegundar, skulu gerðir eins og fyrir kann að vera mælt í sérstökum
reglugerðum.
Aktýgin skulu vera haldgóð og hesturinn vel girtur við vagninn.
Sæti ökumannsins á vagninum skal haga þannig, að hann sjái bæði vel
framundan sér og til beggja hliSa. Ef lilassiS er svo fyrirferðamikið, að þaS
byrgi iitsýnið, er ökumanni skylt að ganga vinstra megin við vagninu og
teyma eykinn.
55. gr. Okumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir (sjá reglugerð
m. 129, 17. nóv. 1916, Stjrt. B) og þroskaðir til þess starfa, enda hafi þeim
verið kennt aS stýra hesti og vagni af roiiðnm ökumanni. Hesta má ekki slá með
öðru en þar til gerðum keyrum eSa ólarsvipum. Vírsvipur eða prik má ekki
nota. Aldrei má slá hesta í höfuð, fætur eða nára. Vagnhlass má ekki vera
þyngra en svo, a'ð hestum veiti létt aS draga það.
56. gr. Sami ökumaður má ekki fara með fleiri en tvo vagna, er tengsl-
aðir séu saman. Það er og bannað að festa sleSa eða handvagna við aktól, sem
hestum er beitt fyrir.
Tveir vagnar eSa fleiri mega ekki aka samhliða. Eigi má nema einn maður
ríða við hliðina á vagni.
57. gr. Ökumenn og ríSandi menn mega ekki yfirgefa hesta sína á al-
mannafæri nema annar maSur lialdi í taumana, eða hesturinn sé bundinn
tryggilega. Á almannafæri má ekki taka bei/.li af hesti, sem beitt er fyrir vagn,
nema meðan lionum er gefið.
58. gr. Um sleða., sem heslnm er beitt fyrir, gilda sömu reglur og um
vagna, aS því viðbættu, að á aktýgi hestsins skal festa bjöllur, þannig gerðar,.
að til þeirra lieyrist í hæfilegri fjarlægð.
VII. KAFLI.
Um rekstur gripa og fénaðar um götur bæjarins o. fl.
59. gr. Alifugla má ekki hafa nema þeir séu í afgirtu svreði eSa öruggri
vörzlu, og ekki viS götu.
60. gr. Sauðkindur mega ekki ganga lausar á götum bœjarins né annars
staðar innan lögsagnarumdæmisins, nema ma'Sur fylgi til að gæta þeirra eða
þær séu í öruggri vörzlu. Ef út af þessu er brugðið, varðar þaS eiganda sektum
samkv. 96 gr. Ennfreinur greiði hann allan kostnað viS handsömun og varð-
veizlu þeirra. Selja má kindumar til lúkningar kostnaði þessum, ef eigandi
greiSir hann ekki.
Bannað er að flytja kindur bundnar í vögnum um bæinn.
Ákvæði þessarar greinar ná einnig til geitfjár.