Blanda - 01.01.1944, Page 7
3
þessu skjali enn til. Er það fyrir margra hluta
sakir hið merkilegasta, og fer það hér á eftir:
„Tómas er maður nefndur, er bjó vestur á
......, ógiftur og hélt bústýru og tók til upp-
(eldis) pilt og stúlku. Pilturinn dó vofe(iflega),
en Tómasi varð svo mikið um, að hann se(ldi)
eigur sínar allar og eirði hvergi þar um sveit-
ir, fór svo sveit úr sveit, þar til hann komst
að Hrauni í Ölfusi, var þar um lítinn tíma, fór
þaðan að Skúmsstöðum á Eyrarbakka og var
þar lítinn tíma, þaðan að Stóra-Hrauni, giftist
þar og dó þar og átti eilfn son, er Hannes hét.
En sá Hannes fór að Skipum í sömu sveit og
átti dóttur Ingimundar, er Skipana flutti, og
bjó þar allan sinn búskap. Eftir hann tók jörð-
ina Jón, er átti dóttur Hannesar, og bjó þar
sína tíð. Eftir Kann tók jörðina son hans, Haf-
liði, og bjó þar sinn aldur, sem var 75 ár. Eftir
hann tók jörðina hans son, Guðmundur, og var
þar allan sinn aldur, sem var 79 ár, og eftir
hann Magnús, hans sonur, tók jörðina og var
á henni 66 ár og svo Guðmundur Magnússon
um 11 ár. Nú er Guðrún Magnúsdóttir 1847“.
Skjal þetta er varðveitt með þeim hætti, að
Þorleifur ríki á Háeyri skrifaði það eftir göml-
um skjölum, sem hann fann á Skipum. Upp-
skrift Þorleifs fann Brynjólfur frá Minna-
Núpi svo í skjalarusli eftir Þorleif látinn. „Það
var allt rotið. Þó var þetta blað læsilegt að
mestu“, segir Brynjólfur, er hann skrifaði það
upp á nýjan leik. Þessum tveim mönnum ber að
þakka það, að skjal þetta er enn til. Það er stutt-
ort og gagnort, ritað í nokkurs konar Land-