Blanda - 01.01.1944, Page 10
6
verið fluttir, en samkvæmt framansögðu er
hæpið að rengja þau ummæli. Eigi verður full-
yrt um það, að dóttir Ingimundar hafi verið
móðir Brynjólfs. Má vera, að Hannes hafi ver-
ið tvíkvæntur og Brynjólfur sonur hans af öðru
hjónabandi, sbr. það, sem segir um Kolbein
söguskrifara og ætt hans hér á eftir.
Um Tómas, föður Hannesar á Skipum, er
það eitt kunnugt, sem í fróðleiksgreininni seg-
ir. Því miður hefir verið ólæsilegt í frumritinu
eða uppskrift Þorleifs á Háeyri, hvaðan að vest-
an Tómas hafi komið. Þar sem getið er bústaða
hans syðra, Hrauns í Ölfusi, Skúmsstaða og
Stóra-Hrauns, kynni hans að vera getið í skjöl-
um á fyrra hluta 17. aldar í sambandi við bygg-
ingu þessara jarða, en tvær hinar síðar nefndu
voru eign biskupsstólsins í Skálholti. Orðalag
fróðleiksgreinarinnar, sem segir, að hann seldi
„eigur sínar allar“ vestra, svo og bújarðir hans
syðra, sýna, að Tómas hefir verið efnaður vel
og góður bóndi. Er því mjög sennilegt bæði af
þessum ástæðum og einnig tímans vegna, að
hann sé sá Tómas Hannesson lögréttumaður í
Árnesþingi, sem nefndur er í dóm á alþingi
1622 (Alþingisb. ísl. V, 70).
Kona Brynjólfs sterka á Baugsstöðum var
Vigdís Árnadóttir, f. um 1659 (talin 44 ára í
manntali 1703). Er sama að segja um hana
sem Brynjólf, mann hennar, að ætt hennar er
hvergi rakin í ættartölubókum. Áður en eg
hafði athugað líkur um ætterni Vigdísar, benti
Einar Bjarnason stjórnarráðsfulltrúi mér á, að
sér þætti sennilegt, að hún væri dóttir Árna
Gíslasonar lögréttumanns í ölvesholti, Bryn-