Blanda - 01.01.1944, Síða 11
7
jólfssonar, og er það, sem kunnugt er, beinn
karlleggur til Torfa sýslumanns í Klofa, Lofts
ríka og Skarðverja hinna fornu. Við nánari at-
hugun virðist mér vafalaust, að þessi tilgáta
sé rétt. í Sýslumanna ævum (IV, 218), þar sem
talin eru börn Gísla lögréttumanns í Ölvesholti,
er Árni ekki nefndur, en vitað er þó með vissu,
að Gísli átti son, sem Árni hét, því að hann er
nefndur í ættartölunum í Biskupa sögum (II,
652). Árni Gíslason hefir líklega búið í Súlu-
holti í Flóa. Þar er hann enn á lífi 1703 í mann-
talinu, 76 ára að aldri (f. 1627) og kona hans
Guðrún Ásbjörnsdóttir, 65 ára gömul (f. 1638),
og er svo tekið til orða, að þau séu „ábúandans
aldraðir og lasburða foreldrar, sem sig sjálf
fóstra“. Þau hafa með öðrum orðum lifað á
efnum sínum í skjóli .sonar síns, ábúandans
Jóns Árnasonar. Guðrún var dóttir Ásbjarnar
Jörinssonar á Bjarnastöðum í Selvogi, þess er
drukknaði á Hvaleyrargranda í Hafnarfirði
1663, og Bóthildar, konu hans. (Sbr. ísl. ann-
ála II, 196—97; IV, 296.) Frá Bóthildi á Bjarna-
stöðum er það nafn komið inn í Klofaættina.
Sönnunin fyrir því, að Vigdís á Baugsstöð-
um hafi verið þessarar ættar, er m. a. fólgin í
nafnalíkingum. Kona Gísla lögréttumanns í
Ölvesholti hét Vigdís Sæmundsdóttir, og hefir
Vigdís á Baugsstöðum borið nafn þeirrar ömmu
sinnar. Ein dóttir Brynjólfs og Vigdísar hét
Vcdgerður, en það nafn báru báðar konur Brynj-
ólfs í Skarði, afa Árna Gíslasonar í Súluholti.
Loks hét einn sonur þeirra Baugsstaðahjóna
Gísli, og er það samkvæmt framan sögðu vafa-
laust nafn Gísla lögréttumanns í Ölvesholti, afa
Vigdísar á Baugsstöðum. Það, sem ásamt þess-