Blanda - 01.01.1944, Page 12
8
um ættnöfnum ríður baggamuninn, er það, að
samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns (II, 140—141) átti Brynjólfur á
Baugsstöðum hluta úr Ölvesholtinu, er hann
seldi Jóni Gíslasyni á Hæringsstöðum eftir
1702. Þann hluta hefir hann eignazt með erfð-
um Vigdísar, konu sinnar.
Að lokum skal hér getið stuttlega barna
þeirra Baugsstaðahjóna og niðja þeirra hinna
næstu, en rúmsins vegna verður þar að fara
fljótt yfir sögu.
1. Hannes Brynjólfsson var elztur, fæddur
um 1677. Mér er nokkur grunur á, að hann sé
ekki sonur Vigdísar, heldur hafi Brynjólfur átt
hann, áður en hann kvæntist henni, ef til vill
með fyrri konu, er hann hefir misst eftir fárra
ára sambúð. í manntalinu 1703 er Hannes hús-
maður á Leiðólfsstöðum, hið eina af systkin-
unum, sem er ekki heima hjá foreldrum sínum.
Af sömu heimild sést, að hann er 9 árum eldri
en næsta systkin hans, Kristín, og Vigdís hefir
aðeins verið 18 ára gömul, er hún átti hann,
hafi hún verið móðir hans. Auðvitað sannar
þetta ekkert, en vekur þó dálítinn grun um, að
önnur kona hafi verið móðir Hannesar.
Á Leiðólfsstöðum bjuggu um þessar mundir
Jón Magnússon og Solveig Ingimundsdóttir. Jón
var sonur Magnúsar á Hamri í Gaulverjabæjar-
hreppi (á lífi 1703, 84 ára) Jónssonar í Sviðu-
görðum, Þorvaldssonar, sem Sviðugarðaætt er
frá komin, en Solveig, kona Jóns Magnússonar,
var dóttir Ingimundar lögréttumanns á Strönd
í Selvogi (Tóu-Munda) Grímssonar, er kominn
var í beinan karllegg af Grími Pálssyni á