Blanda - 01.01.1944, Page 13
9
Möðruvöllum, og héldust lengi mannvirðingar
í þeirri ætt. Að því er ættartölubækur (Espó-
lín, Snókdalín) herma, átti Hannes dóttur
þeirra Leiðólfsstaðahjóna fyrir konu. Nefna
þær hana Þórelfi. En það getur ekki verið rétt,
því að manntalið 1703 sýnir, að þau áttu enga
dóttur með því nafni. Elzta dóttir þeirra hét
Þórdís og var þá 21 árs að aldri, og það er
vafalaust hún, sem varð kona Hannesar Brynj-
ólfssonar. Þau áttu dóttur, sem Þórelfur hét og
ættartölubækurnar nefna ekki, en það hefir
valdið ruglingnum. Hefir sú Þórelfur heitið
eftir móður Solveigar á Leiðólfsstöðum, Þórelfi
Vigfúsdóttur frá Bjarnastöðum í Selvogi, konu
Ingimundar lögréttumanns á Strönd. Hélzt það
fágæta nafn síðan lengi í ætt.
Meðal systkina Þórdísar, konu Hannesar
Brynjólfssonar, voru þau Grímur bóndi á Leið-
ólfsstöðum, Ingimundur, Felix og Vernharður
(sem ættartölubækur telja ranglega sonu Gríms,
í stað þess að þeir voru bræður hans) og Guð-
ríður, kona Jóns Þorkelssonar í Brattsholtshjá-
leigu. Synir þeirra voru: a) Vemharður Jónsson
í Eyvakoti, faðir Guðrúnar, konu Helga Magnús-
sonar í Eyvakoti, en sonur þeirra var Vernharð-
ur hafnsögumaður í Garðbæ á Eyrarbakka, föð-
urfaðir Björns Kristjánssonar bankastjóra og
kaupmanns í Reykjavík, og að tali Péturs Zoph-
oníassonar (Víkingslækjarætt, bls. 36) b) Jón
í Mundakoti, faðir Þorkels skipasmiðs á Gamla-
Hrauni, föður Símonar eldra á Gamla-Hrauni
og systkina hans.
Svo er talið, að Hannes Brynjólfsson hafi bú-
ið í Hróarsholti. En þegar jarðabók þeirra Árna
og Páls var samin árið 1708, finnst hann ekki
%