Blanda - 01.01.1944, Side 14
10
meðal búenda. Af því virðist mega ráða, að
hann hafi verið látinn um þær mundir. Hann
hefir að líkindum dáið í stórubólu 1707, aðeins
þrítugur að aldri. Hjónaband hans hefir því
verið stutt, einungis 3—4 ár, enda áttu þau
hjón ekki nema tvær dætur, Húnbjörgu, f. 1705,
og Þórelfi, sem áður er nefnd, f. 1706.
Húnbjörg Hannesdóttir átti Valda bónda á
Fljótshólum Eiríksson á Vatnsenda, Jónssonar.
Börn þeirra voru: a) Hannes bóndi í Háholti á
Skeiðum. Meðal barna hans var Ástríður, kona
Þorleifs Jónssonar í Háholti og síðar í Arakoti
á Skeiðum, sem fjöldi manna er frá kominn.
b) Þorleifur bóndi í Helli í Ölfusi og á Selfossi,
áfti fyrr Ingveldi Þóroddsdóttur bónda 1 Helli,
Jónssonar, og hefir það eigi til þessa kunnugt
verið. Þ. b.: aa) Oddný, kona Sæfinns Þorleifs-
sonar í Helli, áttu mörg börn, bb) Valdi í
Merkinesi í Höfnum. — Seinni kona Þorleifs
Valdasonar var Sigríður Grímsdóttir frá Kot-
ferju, Hálfdanarsonar á Reykjum í ölfusi, Jóns-
sonar af Klofaætt. Þ. b.: cc) Ingveldur, 1. kona
Einars Jónssonar í Laxárdal, dd) Einar bóndi
á Selfossi, ee) Anna, kona Guðmundar á Mosa-
stöðum Einarssonar spítalahaldara í Kald-
aðarnesi, Eiríkssonar (Sbr. Sýslumannaævir
III, 328); c) Eiríkur bóndi á Fljótshólum;
d) Gunnhildur, kona Bjarna í Traðarholti Jóns-
sonar í Grímsfjósum, Bjarnasonar. Þ. b.:
aa) Þuríður, kona Gríms í Traðarholti Jónsson-
ar s. st., Bergssonar hreppstjóra í Brattsholti
(Sjá Bergsætt, bls. 137—156), bb) Benedikt
bóndi í Traðarholti; e) Jón bóndi í Fjalli á
Skeiðum, faðir Sigurðar í Fjalli og Þorsteins
á: Kervatnsstöðum í Biskupstungum, er átti