Blanda - 01.01.1944, Síða 15
11
mörg börn. Meðal þeirra var Þórelfur, kona
Narfa á Brú, föður Þorsteins, föður dr. Hann-
esar þjóðskjalavarðar og þeirra systkina;
f) Markús á Haugi í Bæjarhreppi, faðir Valda
á Hellum, föður Þorkels í Selparti og víðar
(Sbr. Bergsætt, bls. 197—207); g) Iðunn, gift-
ist; h) Helga á Fljótshólum, tvígift, og i) Guð-
rún í Traðarholti, ógift. — Þórelfur Hannes-
dóttir átti Pétur í Sviðugörðum, síðar í Holti,
Guðmundsson á Svarfhóli, Sæmundssonar, en
ekki eru mér að svo komnu kunnar ættir frá
þeim.
2. Kristín Brynjólfsdóttir frá Baugsstöðum
var fædd 1686. Hún átti Ketil hreppstjóra í
Hraungerði Sigurðsson á Flóagafli, Þorsteins-
sonar, Hálfdanarsonar hreppstjóra í Vaðnesi í
Grímsnesi, Eyvindssonar, og var seinni kona
hans. Fyrra hjónaband Ketils mun hafa verið
barnlaust, en þau Kristín áttu að minnsta kosti
7 börn. Meðal þeirra var Jón hreppstjóri í
Ferjunesi (Óseyrarnesi), er átti Halldóru Jóns-
dóttur frá Marteinstungu í Holtum, Magnús-
sonar, bróðurdóttur síra Eiríks hins fjölkunn-
uga á Vogsósum, en þeir bræður voru í beinan
karllegg frá Jóni biskupi Arasyni. Meðal barna
Jóns og Halldóru voru þeir: a) Ólafur bóndi í
Hreiðurborg, faðir Halldóru, konu Sigurðar á
Hraun.i í Ölfusi Þorgrímssonar, Bergssonar í
Brattsholti (Sjá Bergsætt, bls. 286—311), og
Guðnýjar, konu Eiríks bónda Guðmundssonar
á Mosastöðum, og b) Hannes spítalahaldari í
Kaldaðarnesi og lögréttumaður, er átti Guð-
nýju Nikulásdóttur silfursmiðs í Auðsholti í
Ölfusi Jónssonar. Þ. b.: aa) Sigríður í Eystri-
Móhúsum, kona Jóns eldra Gamalíelssonar á