Blanda - 01.01.1944, Page 17
13
í'éttumaður á Hrauni í Ölfusi. Hans dætur: Vig-
dís, kona Odds Oddssonar á Grímslæk, og Guð-
rún, kona Þorvalds Þorsteinssonar í Alviðru.
Þau áttu mörg börn (Sbr. Smævir III, 267).
6. Bjarni Brynjólfsson bóndi og hreppstjóri
á Baugsstöðum var fæddur 1695. Kona hans
var Herdís Þorsteinsdóttir bónda í Hróarsholti
Jónssonar s. st. Loftssonar. Börn þeirra:
a) Ólöf, átti Magnús bónda á Baugsstöðum
Jónsson í Grímsfjósum, Bjarnasonar s. st., Jóns-
sonar. Þeirra synir: Bjarni eldri á Leiðólfs-
stöðum og Bjarni yngri á Baugsstöðum, er átti
Elínu Jónsdóttur hreppstjóra á Stokkseyri,
Ingimundssonar í Hólum, Bergssonar í Bratts-
holti (f. m. hennar), og var þeirra sonur Magn-
ús bóndi á Baugsstöðum, er drukknaði í Hraunsá
(Sjá Bergsætt, bls. 115—116; ísl. sagnaþ. og
þjóðs. I, 108—104) ; b) Ingunn; c) Vilborg, átti
Einar bónda á Baugsstöðum Jónsson hins gamla
á Eyrarbakka, Pálssonar. Sonur þeirra var Jón
hreppstjóri á Baugsstöðum, tvíkvæntur og átti
margt barna. Eitt þeirra var Margrét kona
Jóns Brynjólfssonar á Minna-Núpi, en þeirra
synir voru m. a. Brynjólfur fornfræðingur og
Guðmundur á Baugsstöðum, faðir Páls, sem nú
býr þar; d) Brynjólfur í Kolsholti, faðir Brynj-
ólfs í Langholtskoti í Ytrihrepp, föður Guðna
í Þverspyrnu, föður Brynjólfs á Kaldbak. (Sjá
Víkingslækjarætt, bls. 391—400.) Verður ekki
karlleggur rakinn til Brynjólfs á Baugsstöðum
nema gegnum Brynjólf í Kolsholti, svo að kunn-
ugt sé.
7. Steinunn Brynjólfsdóttir frá Baugsstöðum
var fædd 1697. Hún átti Snorra bónda á Hólum