Blanda - 01.01.1944, Page 20
16
hann væri sonur Ingunnar Kolbeinsdóttur og
síra Hannesar. Valgerður, dóttir Brynjólfs lrm.
í Skarði á Landi Jónssonar, var móðir Ingunn-
ar. Brynjólfur lrm. á Baugsstöðum bar nafn
Brynjólfs í Skarði, Valgerður, dóttir hans, bar
nafn Valgerðar, móður Ingunnar, Bjarni, sonur
hans, bar nafn Bjarna lrm., bróður Ingunnar,
Ingunn hét. dóttir Bjarna Brynjólfssonar frá
Baugsstöðum, Kolbeinn Hannesson er 14 ára
gamall vinnupiltur á Baugsstöðum 1729, og
fleira mætti telja. Af samanlögðum þessum lík-
um dró eg þá ályktun, að Brynjólfur væri son-
ur Ingunnar Kolbeinsdóttur, Guðmundssonar,
og síra Hannesar Tómassonar, með því að hann
var talinn hafa verið maður hennar.
Kolbein, son síra Hannesar og Ingunnar, fann
eg ekki í manntalinu frá 1703. Hins vegar er
Hannes Kolbeinsson. 22 ára gamall vinnumaður
á Spóastöðum i Biskupstungum 1703. Sá Hann-
es er vafalaust sá sami sem 1729 býr í Seljatung-
um í Gaulverjabæjarhreppi 51 árs, þótt 3 ár-
um muni á aldri, með því að ekki er öðrum
Hannesi Kolbeinssyni til að dreifa á þessum
slóðum 1703 og manntalið frá 1729 er mjög
ónákvæmt um aldur. Meðal barna Hannesar í
Seljatungum var Hróbjartur og með því að
Hróbjartsnafnið var sjaldgæft, gat það bent til
þess, að Hannes væri sonur Kolbeins þess, sem
físpólíns-ættatölur á bls. 1280 telja hafa átt
launbarn með Helgu, dóttur Helgu Hróbjarts-
dóttur. Aldur Kolbeins þess, sem er 14 ára á
Baugsstöðum 1729, fellur inn í aldursröð barna
Hannesar í Seljatungum og gefur ásamt nöfn-
um þessa fólks sterkar líkur fyrir því, að þeir
hafi verið bræðrasynir Hannes í Seljatungum