Blanda - 01.01.1944, Page 21
17
og Bjarni á Baugsstöðum Brynjólfsson. Ætla
mætti, að Hannes í Seljatungum sé bróðir hús-
freyjunnar á Spóastöðum 1703, Margrétar Kol-
beinsdóttur, sem þá er 28 ára gömul. Ef þau
hafa verið alsystkin, hefir Kolbeinn Hannesson
átt fleiri en eitt barn með Helgu Jónsdóttur.
Sennilegast er, að Kolbeinn hafi verið kvæntur
Helgu og að hún sé sú Helga Jónsdóttir, sem
1703 er 57 ára ekkja í Hól, Stokkseyrarhjá-
leigu, ásamt 3 dætrum sínum, Guðrúnu 25 ára,
önnu 21 árs og Sigríði 17 ára Kolbeinsdætrum,
en þessi tilgáta selst auðvitað ekki dýrari en
hún er keypt. Þess verður að geta hér, að dr.
Hannes Þorsteinsson hefir talið Hannes í Selja-
tungum son Kolbeins bónda í Seljatungum 1703
Snorrasonar (Smævir IV, bls. 449) og vafa-
laust byggt þá tilgátu sína á því, að báðir
bjuggu í Seljatungum, en engar aðrar líkur eru
mér kunnar fyrir þeirri ættfærslu, og sitthvað
mælir gegn henni. Það verður því að telja, að
hún sé ekki reist á nægilegum rökum til þess að
framangreindar tilgátur mínar fái ekki staðizt
hennar vegna.
Nú mun það víst, að Kolbeinn söguskrifari
hefir ekki lifað fyrr en á 18. öld, enda telur dr.
Hannes Þorsteinsson hann hafa verið son Hann-
esar í Seljatungum (Smævir IV, bls. 449). Verð-
ur þá varla um annað að ræða en að hann sé
vinnupilturinn á Baugsstöðum 1729, með því
að ekki er annars Kolbeins Hannessonar getið
í Árnessýslu í manntalinu frá 1729. Kolbeinn
þessi hlýtur einnig að vera sá, sem bjó í Selja-
tungum og var kvæntur Önnu, sem 1729 er 11
ára gömul, Þórólfsdóttur lrm. í Vorsabæ í Gaul-
verjabæjarhreppi, Guðmundssonar (Espólín,
Blanda VIII 2