Blanda - 01.01.1944, Page 22
18
ættatölur, bls. 6385). Sonur þeirra er talinn
Hannes almanakaskrifari og ein dóttir.
Guðni Jónsson mag. art. benti mér á það, að
Brynjólfur lrm. á Baugsstöðum, sem fyrr bjó á
Skipum í Stokkseyrarhreppi, myndi hafa verið
sonur Hannesar bónda á Skipum Tómassonar,
en ekki síra Hannesar í Guttormshaga. Ætti þá
Ingunn Kolbeinsdóttir að hafa verið kona Hann-
esar bónda á Skipum, en ekki síðari kona síra
Hannesar í Guttormshaga, og svo mun þetta
hafa verið, enda fellur þá allt rétt. Þess skal
hér getið, að nægar sannanir eru fyrir því, að
síra Ilannes og Hannes b. á Skipum voru ekki
einn og sami maður. Kolbeinn sá, sem undir-
ritar köllunarbréf síra Þorvaldar og fyrr er
getið, þarf ekki að hafa verið sonur síra Hann-
esar. Ingunn Kolbeinsdóttir var ættuð úr Holt-
um, og er eðlilegt, að sonur hennar hafi búið
þar um hríð, einkum ef kona hans hefir verið
ættuð af Landi eða grennd þeirrar sveitar.
Ekki þarf að fjölyrða um það, að augljóst
er, að ættfræðingar hafa hingað til ranglega
talið Ingunni Kolbeinsdóttur, Guðmundssonar,
síðari konu síra Hannesar í Guttormshaga Tóm-
assonar, og er þeim nokkur vorkunn, með því
að Hannesar b. á Skipum er óvíða getið, en
þeim mun hafa verið kunnugt um, að maður
Ingunnar hét Hannes Tómasson. Síra Hannes
hefir að líkindum verið einkvæntur.
í ritgerð hér að framan um ætt Brynjólfs
lrm. á Baugsstöðum Hannessonar er þess getið,
að í skjali nokkru, sem þar er greint, sé Hannes
b. á Skipum talinn hafa átt dóttur Ingimundar,
„er Skipana flutti“. Nú tel eg það vafalaust, að
móðir Brynjólfs á Baugsstöðum, og þá einnig