Blanda - 01.01.1944, Side 26
22
um útskrifaðist hann með ág-ætum vitnisburði, sérstak-
lega í g-rísku. Segir svo í vitnisburðinum, að Jón hafi
sýnt það með dæmi sínu, að hin kalda ættjörð hans geti
fóstrað eldlegar gáfur. Sumarið 1748 fór Jón til Kaup-
mannahafnar og innritaðist í háskólann. Sama ár varð
Harboe Sjálandsbiskup og settist að í Kaupmannahöfn.
Jón fékk bústað á Garði sem íslendingur.
Háskólanám var ekki svo sérhæft þá sem nú á dög-
um. Algengt var, að sami maður legði stund á margar
vísindagreinir, einkum fyrstu háskólaárin. Svo var og
um Jón Eiríksson. Fyrstu tvö árin stundaði hann auk
heimspeki einkum grískunám með miklu lofi. Lærdóms-
prófi í heimspekilegum fræðum lauk hann 20. septem-
ber 1749, og hafði getið sér mikinn orðstír fyrir þátt-
töku í rökfræðilegum kappræðum, sem þá tíðkuðust við
háskóla. Það var vandi hans, þegar hann var einn í her-
bergi sínu, að þreyta hugsaðar deilur við rithöfund
nokkurn látinn eða einhverja ímyndaða persónu. Vann
hann sér fyrir peningum með því að semja ræður fyrir
aðra stúdenta, sem tóku þátt í rökræðukeppni. Jón mun
upphaflega hafa ætlað sér að nema guðfræði og verða
prestur eða skólameistari, e* svo réðist, að hann lagði
fyrir sig lögfræði og tók attJlstats (embættispróf þeirra
tima) 22. ágúst 1758. Hafði hann varið til háskólanáms-
ins miklu lengri tima en venjulegt var um landa hans,
sem flestir hugsuðu um að ljúka námi sem fyrst, oft
vegna fátæktar. Þetta kom af því, að Jón lagði fleira á
gjörva hönd en laganámið. Hafði hann birt á prenti
tvær ritgerðir eftir sig, báðar á latínu, aðra um forn
norræn eiginnöfn, hina um utanferðir Norðurlandabúa
í fornöld. — Þegar Jón kom frá Noregi, sætti hann
nokkuru ámæli landa sinna í Höfn fyrir það, að hann
væri farinn að gleyma móðurmáli sínu. Úr þessu vildi
hann bæta með því að lesa íslenzkar bækur í tómstund-
um sínum, og lét sér ekki nægja það, sem til var á
prenti, en la; einnig handrit. Náði hann aðgangi að
Árna Magnúss.nar safni, sem ekki var með öllu auð-
sótt, því að það var þá ekki opið til nota hverjum ein-