Blanda - 01.01.1944, Page 27
23
um eins og nú er. Þessi tómstunjlaiðja Jóns bar tvö-
faldan ávöxt. Hann varð vel ritfær á íslenzkt mál og
lagði grundvöllinn að lærdómi sínum í íslenzkum og
norrænum fræðum.
Þess skal getið til marks um álit það og traust, er
Jón Eiríksson naut þegar á stúdentsárum sínum, að
þegar Finnur biskup sendi Hannes, son sinn, 16 ára
gamlan, til háskólans (1755), valdi hann Jón til að sjá
um með honum. Urðu þeir Hannes og Jón aldavinir,
meðan báðir lifðu.
Árið eftir að Jón lauk háskólanámi varð hann
prófessor í lögfræði við akademíið í Sórey, sem var eins
konar háskóli. í því embætti gat hann gefið sig allan
við lærdómsiðkunum, og það hafði hann alltaf þráð.
Jón var frá öndverðu í tölu þeirra fræðimanna, sem
héldu uppi orðstír akademísins. Ritverk þau, er snertu
norræn fræði eða ísland að fornu og nýju, komu sér-
staklega í hans hlut, enda lagði hann á einhvern hátt
hönd að flestú, sem í Danmörku var prentað um þau
efni, meðan hann lifði. Hann átti mikinn þátt í útgáfu
Hálfdanar Einarssonar af Konungsskuggsjá, sem
prentuð var í Sórey 1768, reit m. a. inngang að henni.
Sama ár birti Jón á prenti rit Páls Vídalíns um við-
reisn íslands, Deo, regi, patriæ (Guði, konungi, föður-
landi). Það rit samdi Jón upp og heimfærði upp á sam-
tið sína í því skyni að glæða áhuga konungs og stjórn-
enda í Danmörku á velferð íslands. Hina miklu ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar bjó Jón
undir prentun og lagfærði dönskuna á henni ásamt vini
sinum Schiönning, sem einníg var prófessor í Sórey.
Hún var prentuð þar 1772, og var frágangur allur með
ágætum.
Upp úr miðri 18. öld tóku valdamenn í Danmörku að
gefa íslandi miklu mein gaum en fyrr hafði verið.
Sýndi það sig m. a. í fjárframlögum úr konungssjóði
til iðnstofnana Skúla Magnússonar. Þótti sjálfsagt að
nota starfskrafta Jóns Eiríkssonar og hina miklu þekk-
ingu hans á högum íslands til -þátttöku í stjórn þess.