Blanda - 01.01.1944, Side 28
24
Mun það einkum hafa verið hin endursamda útg’áfa af
riti Páls Vídalíns, er áðan var nefnt, sem vakti eftir-
tekt stjórnarherranna á Jóni. Árið 1771 var hann
kvaddur frá Sórey til Kaupmannahafnar, til þess að
taka við embætti í stjórnardeild þeirri, sem íslenzk mál
bar aðallega undir, og hafði hann þau síðan með hönd-
um til æviloka, lengst af einnig málefni Finnmerkur,
Færeyja og Grænlands. Frá 1773 var hann deputeret,
sem þá var kallað, en það samsvarar nánast stöðu
skrifstofustjóra nú á dögum.1) Árið 1774 tók konungur
að sér íslenzku verzlunina, og sat Jón í stjórn hennar
til dauðadags. Eflaust má þakka honum öðrum fremur
kosti konungsverzlunarinnar, en hún var íslandi að
mörgu leyti hagstæð. Árið 1779 varð Jón dómari í hæsta-
rétti, og ofan á allt þetta bættist, að tveim árum síðar
varð hann bókavörður við bókhlöðu konungs og konfer-
enzráð að nafnbót.
Árin 1783—84 dundu yfir ísland þær hörmungar,
sem mestar hafa orðið í sögu þess: Skaftáreldar og
móðuharðindi. Það segir sig sjálft, að Jón Eiríksson
hefir átt meginþátt í því, er stjórnin gerði þá Islending-
um til hjálpar, og mun ekki of mælt, að hann væri ís-
landi bjargvættur. Átti hann að sjálfsögðu sæti i nefnd
þeirri, er skipuð var 1785 til þess að íhuga alla hagi
Islands og gera tillögur því til bjargar og viðreisnar.
Þrátt fyrir öll þessi embætti og margvísleg nefnda-
störf, einnig i innanlandsmálum Danmerkur, sem hlóð-
ust á Jón Eiríksson, eftir að hann kom til Kaupmanna-
hafnar, gerðist hann þar öllu mikilvirkari um ritstörf
en hann hafði verið í Sórey. Árið eftir að hann kom til
Kaupmannahafnar var sett á laggirnar stjórnarnefnd
Árna Magnússonar safnsins, og úr þvi hófst útgáfu-
1) Það er hins vegar villandi, þegar sagt er, að kon-
ungur hafi tekið Jón Eiríksson í stjórnarráð sitt. Slíkt
orðalag mundi benda til þess, að Jón hefði komizt í
leyndarráð konungs (geheimekonseill), sem samsvaraði
ríkisráði nú, en þar átti hann aldrei sæti.