Blanda - 01.01.1944, Page 29
25
starfsemi Árnasjóðs. Var Jón i nefndinni til dauðadags
og reið á vaðið með því að búa undir prentun mjög
veglega útgáfu Gunnlaugs sögu ormstungu, sem birtist
1775 og vakti mikla eftirtekt. Af öðrum ritverkum hans
skal hér nefna, að hann bjó undir prentun ferðabók
Olaviuss (1780), gaf út skrá yfir íslenzk og norræn
handrit í bókhlöðu konungs (1786) og samdi ævisögu
Þormóðs Torfasonar, en henni var ekki lokið, þegar
Jón dó. Handritaskrá Jóns fræddi lærða menn erlendis
um hin dýrmætu íslenzku handrit i konungsbókhlöðu,
og mun sú fræðsla hafa verið flestum þeirra alger
nýjung.
Ekki er minnst vert um störf Jóns i þágu Hins ís-
lenzka lærdómslistafélags. Það var stofnað í Kaup-
mannahöfn 1779, og var hann forseti þess til dauða-
dags. Hinn fasti stofn félagsins voru íslendingar í
Höfn, en í þvi voru einnig ýmsir embættismenn hér á
landi. Meðal aukafélaga voru merkir stjórnarherrar og
fræðimenn í Danmörku og fáeinir sænskir og brezkir
stórhöfðingjar. Það hefir vafalaust verið fyrir tilstilli
Jóns, að stói-menni þetta lét skrá sig í félagið, og hefir
tilgangur hans verið sá, að nöfn þeirra skyldu vekja
eftirtekt á íslandi með öðrum þjóðum. Árið 1781 hóf
félagið að gefa út ársrit, er nefndist Rit hins íslcnzkd
lærdómslistafélags. Flutti það ritgerðir hagnýts og
fræðilegs efnis auk nokkurra ljóðaþýðinga. Lærdóms-
listafélagsritin voru hið fyrsta tímarit, sem prentað
var á íslenzka tungu, og var eitt af stefnumálum þeirra
að hreinsa hana af útlendum orðum og orðatiltækjum.
Á því sviði var um byrjun að ræða, en sum þeirra ný-
yrða, sem þar birtust í fyrsta sinn, hafa náð festu í
ttiálinu. Allur frágangur tímaritsins var hinn prýðileg-
asti, enda naut það styrks úr konungssjóði.
Þegar landsnefndin 1785 var skipuð, ríkti hin mesta
bölsýni um allan hag íslands bæði hér á landi og í Dan-
mörku. Sagt er, að til tals hafi komið að flytja íslend-
inga suður á Jótlandsheiðar. Samkvæmt tillögum nefnd-
arinnar var ákveðið með konungsúrskurði 15. apríl 178h