Blanda - 01.01.1944, Page 30
26
að flytja stól og skóla frá Skálholti til Reykjavíkur, en
selja jarðeignir Skálholtsstóls. Hólastól var þyrmt fram
undir lok 18. aldar. Jón Eiríksson var því mjög and-
vígur að leggja hina fornu biskupsstóla niður. Mesta
viðfangsefni nefndarinnar var verzlunarmálið. Kon-
ungsverzlunin var rekin með tapi, og vildi stjórnin losna
við hana. Málinu lyktaði þannig, að verzlun íslands var
gefin frjáls við þegna Danakonungs frá nýári 1788.
Þessi lausn var í meginatriðum samkvæm þeim skoð-
unum, sem Jón hafði haldið fram, en þó greindi hann
á við meðnefndarmenn sína, og mun stefna hans hafa
verið í varfærnasta lagi. íslenzka þjóðin var örþjáð af
harðindum, og hann mun hafa óttazt eftirlitslausa verzl-
un kaupmanna.
Á þessum árum var heilsa Jóns mjög tekin að bila
af ofreynslu, og einnig sótti á hann geðveiklun, sem
Espólín segir, að væri ætterni hans. Ævilok Jóns urðu
þau, sem kunnugt er, að hann steypti sér í sjóinn af
Löngubrú í Kaupmannahöfn 29. marz 1787. Var hann
mjög harmaður hér á landi. Enda mun ísland vart hafa
átt son, sem elskaði það heitar en hann.
Árni Þórarinsson fæddist að Hjarðarholti í Dölum
19. ágúst 1741. Foreldrar hans voru Þórarinn Jónsson,
prestur þar, og kona hans, Ástríður Magnúsdóttir,
bróðurdóttir Árna Magnússonar. Amma Árna Þórar-
inssonar í móðurætt var Sigríður, systir Páls Vídalíns,
lögmanns.
Árni Þórarinsson útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1760
og sigldi til háskólans í Kaupmannahöfn árið eftir. Á
stúdentsárum sínum vann hann að nokkuru leyti fyrir
sér með skriftum, enda var rithönd hans bæði fögur og
skýr. Árið 1766 (18. sept.) tók hann attestats í guð-
fræði með lofi. Hafði hann lagt sig sérstaklega eftir
frummálum biblíunnar, grísku og hebresku. Auk guð-
fræðinnar hafði hann lagt stund á mælingafræði og
kynnt sér einnig nokkuð lögvísi og hagfræði. Vorið 1767