Blanda - 01.01.1944, Side 31
27
sigldi hann hingað heim, en var embættislaus í tvö ár,
hafði ofan af fyrir sér á vetrum með heimiliskennslu
bjá Jens Lassen, kaupmanni á Eyrarbakka, og útskrif-
aði einn son hans til háskólans. Árið 1769 fékk hann
Seltjarnarnessþing og bjó á Lambastöðum. Bsetti hann
tújörð sína mjög, enda hlaut hann heiðurslaun frá
landbústjórnarfélaginu danska, og konungur gaf hon-
um í viðurkenningar skyni 10 ára afgjald jarðarinnar.
Tók hann einnig brátt að sinna helztu viðreisnarmálum
iands og þjóðar, og liggja eftir hann ritlingar um
verzlun og fleiri hagnýt efni. Eftir lát Gísla Magnús-
sonar Hólabiskups (8. marz 1779) var síra Árni ásamt
síra Jóni Teitssyni nefndur sem biskupsefni í konungs-
bréfi til stiftamtmanns 26. maí s. á. Skyldu stiftamt-
maður og Finnur biskup Jónsson gera tillögur um bisk-
upsefnin, en þeir lögðu báðir með síra Jóni, og fór
stjórnin eftir því. Ýmsir töldu helztu verðleika hans í
því fólgna, að hann var tengdasonur Finns biskups,
enda reiddist síra Árni, er hann frétti úrslitin. Árið
1781 sýktist síra Árni af brjóstveiki, og varð honum
nú um megn að þjóna Seltjarnarnessþingum, sem voru
allerfið. Fékk hann sér veittan Odda á Rangárvöllum
og fluttist þangað 1782. Þá um haustið barst lionum
kvaðning tii biskupsvígslu eftir Jón Teitsson andaðan,
en þegar bréfið kom, var of seint að sigla. Einnig virð-
ist hann nú hafa verið nokkuð hikandi við að þiggja
biskupsembættið, bæði vegna heilsuleysis síns og bág-
borins ástands Hólastóls. Þó varð það úr, að hann
sigldi til vígslu haustið 1783 í því trausti, að konungur
mundi styrkja sig, ef tekjur stólsins reyndust ónógar.
Gerði síra Árni sér ferð norður að Hólum, áður en hann
sigldi, til þess að sjá með eigin augum, hvers þar mundi
helzt við þurfa. Hefir hann þá ráðfært sig við meistara
Hálfdan Einarsson, sem var officialis nyrðra eftir lát
Jóns Teitssonar.
Kvaðning síra Árna Þórarinssonar til biskupsembætt-
is á Hólum var ekki samkvæm tillögum þeirra yfirvalda
hér á landi, stiftamtmanns og Skállioltsbiskups, sem