Blanda - 01.01.1944, Page 32
28
um það mál áttu að fjalla. Hafði siftamtmaður lagt
það til, að embættið yrði látið standa óveitt fyrst um
sinn, meistara Hálfdani falin störf biskups að svo
miklu lejrti, sem óvígður maður mætti með þau fara, en
prófastar gætu vígt presta. Finnur biskup mælti með
sira Sigurði Stefánssyni, er biskup varð eftir Árna og
siðastur sat á Hólastóli. Tillaga stiftamtmanns var að
sumu leyti skynsamleg eins og á statt var, en tillaga
Finns biskups má furðuleg heita, því að síra Árni var
síra Sigurði miklu fremri og hafði verið sniðgenginn
i biskupskjöri. En á prestskaparárum Árna á Seltjarn-
arnesi hafði kastazt í kekki með þeim Finni biskupi, og
það hefir biskup munað. Biskupskjöri Árna hafa valda-
menn í Kaupmannahöfn ráðið einir, og virðist helzt til
að dreifa þeim vinunum Jóni Eiríkssyni og Harboe.
Hefir það ef til vill verið síðasta íslenzka málefnið,
sem Harboe lét til sín taka, þvi að hann andaðist 15.
júní 1783. Hefir Árni auðvitað leitað ásjár Jóns Eiríks-
sonar, þegar til Hafnar kom, og skrifað í trausti hans
bréf sitt til stjórnarinnar dags. 15. okt. 1783. Þar beið-
ist hann mikilla kjarabóta Hólabiskupi til handa og
telur sig neyddan til að afþákka biskupsembættið, ef
þær væru ekki fáanlegar. Þetta erindi fékk góðar undir-
tektir, og vigðist Árni Þórarinsson biskup að Hólum
annan páskadag 1784. Áður hafði hann verið skipaður
í nefnd, er fjalla skyldi um biskupsstólana hér á landi
og sett var 31. des. 1783.
Þegar Árni biskup kom heim úr vígsluför, var ástand-
ið hér hið hörmulegasta eftir móðuharðindin. Kvikfén-
aður hans var fallinn. Landskjálftar gengu, svo að ekki
var árennilegt að brjótast frá Odda norður að Hólum,
en biskup setti það ekki fyrir sig. Hann kom heilu og
höldnu til Hóla með skyldulið sitt 24. dag ágústmán-
aðar. En köld var aðkoman nyrðra: Mannfellir svo
hundruðum skipti síðan um nýár, bændur í heilum
sveitum ósjálfbjarga, á sjálfu biskupssetrinu var fall-
ið allt sauðfé, en fátt hjarði stórgripa. Mundi hafa ver-
ið frágangssök hverjum manni að setjast þar i biskups-