Blanda - 01.01.1944, Page 33
29
stól, ef ekki hefði komið hjálp bæði í framlögum frá
stjórninni og gjafafé, er safnað var í Danmörku og
Noregi. Með konungsúrskurði 28. febr. 1784 voru Hóla-
stól lagðir 700 ríkisdalir árlega til að endurreisa fallin
kúgildi. í samráði við amtmann og stiftamtmann tók
Árni biskup helming tillagsins 1784 upp í laun sín það
ar. A Plugumýrar prestastefnu sama ár var úthlutað
400 dölum, sem prestar i Danmörku og Noregi höfðu
skotið saman handa prestum í Hólastifti fyrir tilmæli
Jóns Eiríkssonar, og var það fé nefnt Eriksens kollekta.
Á Flugumýrar prestastefnum 1785 og 1786 var skipt
gjafafé, er Jón Eiríksson hafði sent, og nam það fyrra
árið 645 rd., 2 mk., 12 sk., en síðara árið 313 rd.
Með Hofsósskipi sumarið 1785 sendi stjórnin höggið
timbur í nýtt biskupshús á Hólum. Var timbrið flutt
sjoveg frá Hofsósi í Kolbeinsárós og þaðan landveg
beim til Hóla. Hafði biskup sjálfur alla yfirumsjón með
flutningnum og húsasmíðinni, en henni var lokið sum-
arið 1786.
Þegar Árni biskup tók við Hólastól, var þar ráðs-
maður, Jón Árnason að nafni, sem kominn var í óskil
við stólinn. Árið 1785 tóku biskup og amtmaður öll
stólsforráð af honum, og tók biskup í eigin hendur inn-
heimtu stólsgjaldanna og umráð jarðanna með aðstoð
umboðsmanna.
A tímum þeim, er hér um ræðir, var oft seinagangur
a afgreiðslu mála hjá stjórninni. Árni biskup var ákafa-
maður og gerðist órólegur að bíða eftir endanlegri
akvörðun um laun sin, enda hafði hann lagt ríka áherzlu
á það í vígsluför sinni að fá þau hækkuð. Skrifaði hann
stjórninni 2. sept. 1785 og kveðst sækja til konungs
annaðhvort um lausn frá embætti sínu og algert afnám
Hólastóls eða 1000 rd. árleg laun, frá því að hann tók
við embætti. Þetta hefði mátt stíla liðlegar, en hin
bolla hönd Jóns Eiríkssonar lagfærði.
Vegna hinna miklu báginda, sem af harðindunum
stöfuðu, féll skólahald á Hólum niður veturinn 1784—
85. Þann vetur andaðist hinn lærði rektor skólans,