Blanda - 01.01.1944, Page 34
30
meistari Hálfdan Einarsson, 1. febr. 1785. Árna bisk-
upi féll þungt að horfa upp á „forfallinn lærdóm og-
kristindóm", eins og hann kemst að orði, og næsta vetur
réðst hann í það að halda skóla með einum kennara,
Halldóri konrektori Hjálmarssyni. Þrátt fyrir heilsu-
leysi sitt, sem stöðugt ágerðist, kenndi biskup sjálfur í
skólanum tvo daga í viku fyrra hluta dags og einn dag
í viku síðara hluta dags. Einnig hafði hann stöðugt
eftirlit með skólanum. Má með sanni segja, að áhugi og
kapp Árna biskups bilaði ekki fyrr en í banalegunni.
Árni biskup átti frumkvæði að því, að farið var að
hugsa um nýja sálmabók í stað Grallarans, sem var
200 ára gamall. Hann flutti það mál í vígsluför sinni
fyrir kirkjustjórnarráðinu og sendi síðar Hannesi bisk-
upi Finnssyni uppkast að sálmabók. Þeir Hannes og
Árni voru góðir vinir, og var sálmabókarmálið sameig-
inlegt áhugamál þeirra. En framkvæmd málsins féll í
hlut Magnúsar Stephensens, sem kunnugt er.
Til dæmis um áhuga Árna biskups á veraldlegum
framfaramálum skal þess getið, að hann fór þess á leit
við Lærdómslistafélagið, að það léti prenta ritling um
nýja aðferð til að dengja sláttuljái. Þeir voru þá og
lengi síðan dengdir við viðarkolaeld, en það taldi hann
hættulegt skógunum hér á landi.
Þrátt fyrir allt það, er Árni biskup hafði til brunns
að bera, naut hann ekki óskiptra vinsælda meðal presta
sinna. Var ekki laust við, að sumir þeirra létu fjúka
eitraðar stökur um hann látinn. Þessi brestur á vin-
sældum mun að nokkuru leyti hafa stafað af skapgerð
hans. Hann var ákafamaður, hneigður til einræðis, óbil-
gjarn í deilum og mjög vandsetinn. En vafalaust er
hann einn hinna mikilhæfustu manna, sem á Hólastóli
sátu í lútherskum sið.
Hann andaðist 5. júní 1787 og hafði þá legið rúm-
fastur síðan snemma í apríl.
Jón Eiríksson skrifaði flest bréf sín á dönsku, en
mönnum hér á landi skrifaði hann stundum á íslenzku.