Blanda - 01.01.1944, Page 35
31
Bréfin, sem hér birtast, eru geymd í Þjóðskjalasafninu
(biskupsskjalasafni) í pakkanum Hólabiskupsdæmi 1757
—1797.
B. K. Þ.
Háeðla og háæruverðugi herra biskup,
mikilsvirðandi velunnari og vin!
Öll yðar bréf, bæði það frá Helsingjaeyri og
síðan hin frá íslandi af 15. Junii, 20. ejusdem,1)
16. Jul., 28. ejusdem og tvö af 21. Sept., þakka
eg hjartanlega. En fyrirgefa megið þér, að eg
ei get svarað nema með fám orðum, þar bæði
að þrengja annir og vanmætti. Hin dæmalausu
harðindi á Islandi, sem eg frétt hefi, ei einasta
af bréfum yðar og annarra vina minna í fyrra,
heldur og af þeim, sem collegia2) hafa fengið,
hafa frá Julio hins fyrra árs orsakað mér svo
mikillar hugsýki, að eg er hræddur um, að
aldrei bíði þess bætur. Hið versta var, að póst-
duggan kom hingað svo seint, að bágt var að fá
anstaltir3) tímanlega gjörðar. Einungis var
lukkan, að hér var korn fyrir hendi, svo f jögur
skip strax urðu afsend, tvö til Norðurlands, eitt
til Austurlands og eitt til Hafnarfjarðar, hvör
öll, guði sé lof, vel komu til staðar. Anstalt var
og gjörð héðan að fá fisk nokkurn frá Vestur-
landi til Norðurlands, og þá hefði kannske bót
orðið ráðin á neitun stiftamtmanns til yðar um
það efni. En skaðinn var, að allt varð of seint,
1) sama (mánaðar).
2) stjórnardeildirnar (í Kaupmannahöfn).
3) ráðstafanir.