Blanda - 01.01.1944, Page 40
36
kirkjuna, svo nýlega byggða af publico1), og
byggja aðra aftur, máske með jarðveggjum til
að spara. kostnaðinn, og þar hjá held eg aðra
eins bújörð og Hólastóll er biskupi ófengna í
Eyjafirði. En ef þetta gengur fram, mun hvað
þér hafið skrifað um execution aktsins2) í fyrra,
applanera sig3) að miklu leyti. En þar eg er
óviss um, hvað af verður, get eg ekki til nota
sagt um það efni nema einasta þetta, að ef
ordres koma, að stanza skuli ad interim4) á
Hólum execution af fyrra árs kommissions akti,
sem síðan er approberaður5) af kóngi, þá yfir-
leggið þér með amtmanni Stefáni á bezta veg,
sem verður, hvörnig öllu bezt verður hagað. En
þess vil eg biðja yður að skrifa allt um það til
stiftamtmanns eður til collegia, en ekki neitt í
prívatbréfum til mín, þar of langan tíma tekur
að extrahera6) það, þegar á þarf að halda, og
þar hjá er mjög óvíst, hvert eg lifi til hausts.
Fyrir sokkana, sem komu með bréfinu af 21.
Sept., þakka eg ástsamlega.
Eg vil eigi mæða með lengra skrifi, helzt þar
í langan tíma hefi verið veiklegur, svo heldur
en eigi þungt fellur að sitja löngum við skrift-
1) Á almanna kostnað. Dómkirkjan á Hólum, stein-
kirkja, sem enn stendur, var fullger 1763 og vígð 20.
nóv. það ár.
2) Pramkvæmd gjörningsins. Átt við álitsgjörð bisk-
upsstólanefndarinnar, sem skipuð var 31. des. 1783.
Hún gerði tillögur um sölu Skálholtsstólsjarða, sem
nefndin 1785 féllst á og framkvæmdar voru. En á Hóla-
stól urðu engar breytingar að sinni.
3) lagast.
4) fyrst um sinn.
5) samþykktur.
6) gera útdrátt (úr einkabréfunum).