Blanda - 01.01.1944, Page 42
88
Hið annað bréfið er af 30. Martii 1785. Mig
undrar eigi, þó þér þar í hafið látið í Ijósi
nokkra hugsýki um ástand yðar og Hólastóls
í þeim kringumstæðum, sem þá voru, og guði ,
sé lof, sem gefið hefir yður þolinmæði til að
yfirvinna þau hin fyrstu bágindi. Nokkuð hefir
síðan umbreytzt til betrunar, og vís mun hjálp
af regeringunni1), þó endilegt útslag um hana
væntanlega eigi komist fyrr en með Hólmsskipi
eða póstduggunni, óendanlegs annríkis vegna,
sem hér er dag frá degi. Illa var, að haustfiskirí-
ið 1784 sló feil2), og enn verri hin svo mann-
skæða sótt, orsökuð af sulti og volæði, því fólk,
sem missist, er eigi svo fljótt aftur fengið. —
Skaða tel eg það og, að Presbyterologia3) sál.
rektors Hálfdanar ei er svo ferðug, að hún
verði prentuð, því annars sýnist mér hún mundi
getað orðið ein hin ábatasamasta fyrir prent-
verkið, þegar það kynni að koma á gang. Og
mun eigi einhver þar hjá yður hafi vit á að
koma bókinni fram? Þó eigi sé að fullu elaborer-
uð4) vill vel ei svo mjög skaða, ef það segist í
formálanum, þar þetta er opus posthumum5 6),
nær einasta öllu, sem autor0) hefir eftir látið,
er rétt niðurraðað og ekkert rangfært. — Hvern
veg hingað til farið hefir verið með kúgildi
stólsins, munu menn nær því verða að láta
1) stjórninni.
2) brást.
3) Prestaævir (í Hólastifti).
4) samin.
5) Rit, sem birt er eftir lát höfundarins. Þetta rit
Hálfdanar hefir ekki verið prentað.
6) höfundur.